Efnamælingar

Mikilvæg áhersluefni í efnamælingunum eru samsetning hráefnis og afurða í matvælavinnslu og fóðurgerð og þær breytingar á gæðum þeirra og öryggi sem verða við vinnslu og geymslu t.d. næringargildi, geymsluþol og stöðugleiki. Með efnamælingum eru einnig vöktuð aðskotaefni og varnarefni í grænmeti og ávöxtum, rannsóknir framkvæmdar á snefilefnum í sjávarafurðum og sömuleiðis er veitt þjónusta til ýmissra innlendra matvæla- og fóðurframleiðenda vegna mælinga og upplýsingamiðlunar um næringargildi, gæði og óæskileg efni (t.d. þungmálmar, PCB efni, varnarefni). Með efnamælingum má einnig rannsaka þrávirk lífræn efni í matvælum og fóðri.

Mikil sérþekking og reynsla er hjá þeim starfsmönnum sem starfa við efnarannsóknir. Sérfræðiþekking þeirra nær m.a. yfir mælingar á ólífrænum snefilefnum (þungmálmum s.s. selen, ofl), lífrænum snefilefnum (varnarefnum, PCB-efnum, díoxín, ofl) auk almennari efnamælinga; prótein, fita, vatn, salt, aska, TVN & TMA, Rotamín, þránunarmælingar, fitusýrugreiningar og fleira.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn á sviðinu Mælingar og miðlun.

* Stjörnumerktar mælingar hafa ekki hlotið faggildingu samkvæmt staðlinum ISO 17025

 • Aska í fiski og fóðri
 • Fita í fiski og fóðri
 • Prótein (Kjeldahl) í mjöli
 • Salt (NaCl, AOAC) í fiski, fiskafurðum og -mjöli
 • Salt (NaCl, Volhard)
 • Vatn í fiski, fiskafurðum og fiskimjöli
 • Ammoníak í fiskholdi og fiskimjöli
 • TVN, heildarmagn reikulla basa í fiskholdi og fiskimjöli
 • * Anisidin COD í vatni Drip (vatnstap við þiðnun)
 • * Enterotoxin frá Staphylococcus aureus
 • * Fitumæling
 • * Fitusýrugreining (hrein fita)
 • * Fitusýrugreining með útdrætti
 • * Fosfatasaprófun
 • * Grugg
 • * Íshúð
 • * Joðtala
 • * Klór í vatni
 • * Leiðni í vatni
 • * Lyfjaleifar í mjólk
 • * Nítrat (NO3) og Nítrít (NO2) í vatni
 • * Óbundnar fitusýrur í lýsi
 • * Ósápanlegt
 • * Peroxyðtala
 • * Rotamín
 • * Storchs próf
 • * Sýrustig (pH) í vatni
 • * Sýrustig pH
 • * TBA-gildi
 • * Títrun á sýrustigi
 • * TMA, trimethylamin
 • * TVN og TMA
 • * Varnarefni í ávöxtum og grænmeti
 • * Vatnsleysanlegt prótein
 • * Vatnsmæling með toluol
 • * Þrávirk lífræn efni
 • * Klórineruð varnarefni