Neytendur

Mikilvægt er að neytendahagsmunir séu ávallt hafðir að leiðarljósi í allri matvælaframleiðslu. Hvort sem hagsmunirnir eru beinir, eins og er með matvælaöryggi almennt, eða óljósari hagsmunir neytenda, eins og fæðuöryggi, umhverfisvernd og félagsleg mál, þá þurfa öll matvælafyrirtæki að starfa að heilindum, með ákjósanlega blöndu af samfélagslegri ábyrgði í bland við viðskiptasjónarmið.

Eins og gengur og gerist eiga óhöpp sér stað og er í þeim tilfellum gott að geta fengið úr því skorið hvort vara sé örugg eða hvort hún sé sú vara sem auglýst er. Matís býður einstaklingum og fyrirtækjum að koma með vörur og fá þær rannsakaðar út frá næringargildi, aðskotaefnum og öðrum óæskilegum efnum, tegundauppruna, t.d. með erfðagreiningum, og út frá fleiri þáttum sem skipt geta máli.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Matís. Hafðu samband.