Umsagnir samstarfsaðila

  • iStock_V.vinir_vefur

Mikill ávinningur er af innlendu og erlendu samstarfi

Matís leggur mikla áherslu á samstarf og samvinnu við innlendar og erlendar menntastofnanir, rannsóknastofnanir og fyrirtæki. Alþjóðlegt samstarf er mikilsverður þáttur af daglegu starfi Matís. Það birtist í fjölbreyttum myndum. Einn hluti þess er samstarf með erlendum aðilum að rannsókna- og vísindaverkefnum, í öðrum tilfellum er um að ræða verkefni þar sem erlendir aðilar kaupa rannsóknaþjónustu af Matís hér á landi. Þá er ótalinn ýmiss samstarfsvettvangur á erlendri grundu, t.d. fundir og ráðstefnur, þar sem starfsfólk Matís hittir erlent fagfólk í sínum vísindagreinum. Allt skilar þetta beinum ávinningi í uppbyggingu Matís en ekki síður aukinni þekkingu starfsmanna.

Í tækni nútímans verður stöðugt auðveldara að taka þátt í fjölþjóðlegu vísindastarfi og það nýtir Matís sér. Bæði eru í því fólgnir möguleikar til aukinnar sölu á rannsóknaþjónustu og þar með aukinna erlendra tekna fyrir fyrirtækið en um leið styrkist sá þekkingargrunnur sem Matís byggir sína þjónustu á fyrir innlenda viðskiptavini sína.

Ávinningur er þannig lykilorð um innlent og erlent samtarf, hvort sem horft er til Matís sem fyrirtækis, starfsmanna, viðskiptavina eða eigenda - þ.e. íslenska ríkisins.

Hér til vinstri má finna umsagnir nokkra af innlendum og erlendum samstarfsaðilum Matís.