Umhverfismengun á Íslandi - ráðstefna 22. mars 2013

Önnur ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi verður haldin föstudaginn 22. mars 2013 í Nauthól, Reykjavík.

Áhersla verður lögð á áhrif vatnsnýtingar, landnýtingar og mengunar í vatni og sjó.

Nánari upplýsingar:
Vinsamlegast sendið inn ágrip á netfangið umhverfi(at)matis.is. Síðasti skilafrestur ágripa er 7. janúar 2013. Ráðstefnurit með ágripum fyrirlestra og veggspjalda verður gefið út og dreift við upphaf ráðstefnunnar. Ráðstefnugjald er áætlað 2500 krónur fyrir þátttakendur og 1000 krónur fyrir nemendur, innifalið kaffi og með því, auk ráðstefnurits.

Skipulagsnefnd:

Vísindanefnd:

  • Hrund Ólöf Andradóttir, Háskóli Íslands
  • Kristín Ólafsdóttir, Háskóli Íslands
  • Gunnar Steinn Jónsson, Umhverfisstofnun
  • Hermann Sveinbjörnsson, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Anna Kristín Daníelsdóttir, Matís
  • Helga Gunnlaugsdóttir, Matís
  • Hrönn Jörundsdóttir, Matís
  • Sigurður Emil Pálsson, Geislavarnir ríkisins
  • Gerður Stefánsdóttir, Veðurstofa Íslands