Fréttir

Lítil skilgreining á lífhagkerfi - 1.7.2015

Matís starfar innan lífhagkerfisins (e. BioEconomy). Þekkt er að hagsmunir liggja víða saman t.a.m. bendir margt til þess að matvælaframleiðendur hafi magra áþekka sameiginlega hagsmuni þó þeir séu fjölbreyttur hópur ólíkra aðila. Í því felast kostir fyrir framleiðendur sjávarfangs að líta á sig tilheyra sömu heild og bændur innan lífhagkerfisins.

Lesa meira

Einstakt tækifæri til að stuðla að auknum heilindum matvæla - 26.6.2015

Matís hvetur alla áhugasama aðila til að skrá hugmyndir sínar sem stuðlað geta að auknum heilindum í virðiskeðjum matvæla. Matís sem formlegur þátttakandi í verkefninu MatarHeilindi mun ekki keppa um þá fjármuni sem hér eru boðnir til afmarkaðra rannsókna á sviði MatarHeilinda enda var það aldrei ætlunin. Í samræmi við áform þátttakenda í verkefninu er hér verið að opna samstarfið með þessum hætti fyrir utanaðkomandi aðilum.

Lesa meira

Fjöldi sumarnemenda hjá Matís - 24.6.2015

Í sumar starfar hjá Matís fjöldi erlendra og innlendra sumarnemenda. Hlutverk þeirra er margvíslegt, allt frá rannsóknastörfum til markaðsstarfa og allt þar á milli.

Lesa meira

Matís aðstoðar ríki í Karabíska hafinu við uppbyggingu í sjávarútvegi - 22.6.2015

Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri hjá Matís og Margeir Gissurarson, verkefnastjóri hjá Matís eru nú stödd í Karabíska hafinu þar sem þau veita stjórnvöldum ríkja á svæðinu ráðgjöf varðandi þætti sem snúa að sjávarútvegi og útflutningi fisks fá svæðinu, þá sérstaklega til Evrópu.

Lesa meira