Fréttir

Vörur frá Villimey

Lífvirkni í vörum frá Villimey - 1.9.2015

Fyrirtækið Villimey slf framleiðir lífrænt vottaðar vörur úr íslenskum jurtum sem vaxa í villtri náttúru Vestfjarða. Vörur Villimeyjar komu á markað í ágúst 2005 og hefur framleiðsla farið vaxandi undanfarin ár. Vörurnar hafa fengið góðar móttökur á Íslandi og þar sem þær hafa verið kynntar erlendis.

Lesa meira

Guðjón Þorkelsson prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ - 31.8.2015

Guðjón Þorkelsson, starfsmaður Matís, fékk fyrir stuttu stöðu prófessors við Háskóla Íslands. Guðjón hefur lengi kennt við háskólann eða allar götur síðan 1978. Guðjón lagði stund á líffræði við HÍ þaðan sem hann útskrifaðist árið 1977 og nám í matvælafræði í kjölfarið en Guðjón er með meistaragráðu í matvælafræði frá háskólanum í Leeds í Englandi þaðan sem hann útskrifaðist 1981. Auk þessa situr Guðjón í stjórn Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Lesa meira

Tvær mjög athyglisverðar greinar í Icelandic Agricultural Sciences - 27.8.2015

Tvær nýjar greinar hafa nú birst í vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences og hægt er að nálgast þær á vef IAS
Lesa meira

Flæði gagna milli aðila í sjávarútveginum - 24.8.2015

Ljóst er að miklu magni gagna er safnað við veiðar og vinnslu hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þessar upplýsingar eru oft notaðar að þeim sjálfum við veiðistýringu síðar meir þar sem sótt er í ákveðnar tegundir eða ákveðna einginleika afla. Einnig eru dæmi um að fyrirtækin noti þessi gögn við framlegðarútreikninga fyrir veiðar og vinnslu.

Lesa meira