Fréttir

Fiskeldi | Aquaculture

Framboði á fiski á heimsvísu verður vart viðhaldið nema með eldisfiski - 1.12.2015

Eftirspurn eftir fiski eykst stöðust og verður því að auka framboð á eldisfiski til að halda framboði stöðugu og minnka álag af fiskveiðum. Fiskmjöl er ríkjandi próteingjafi í fiskafóðri en framleiðsla mjölsins hefur dregist saman því nýting uppsjávarfisks í verðmætari afurðir hefur aukist vegna betri fiskveiðitækni og betri kælingar hráefnisins.

Lesa meira
Sjávarútvegsráðstefnan

Vel heppnuð Sjávarútvegsráðstefna 2015 að baki - 26.11.2015

Matís tók þátt í Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 sem lauk í síðustu viku. Óhætt er að segja að aldrei hafi jafn margir sótt ráðstefnuna og eru skipuleggjendurnir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Þeir starfsmenn Matís sem sóttu ráðstefnuna taka í sama streng.

Lesa meira

Lífssaga 186 Atlantshafslaxa - 25.11.2015

Uppruni og lífssaga 186 Atlantshafslaxa veiddum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar var rannsökuð með því að nota DNA stuttraðir til að meta uppruna og hreistur og kvarnir til að finna út hversu langan tíma laxarnir hafa dvalið í ferskvatni og sjó. Rannsókn þessi var gerð hjá Matís í samvinnu við Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu.

Lesa meira
HI_merki

Traust samstarf við Matís um kennslu og rannsóknir - 24.11.2015

Matvæla- og næringarfræðideild HÍ og Matís hafa gert samning sín á milli um áframhaldandi samstarf á sviði kennslu og rannsókna. Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, undirrituðu samninginn í gær. Með samningnum er tryggð áframhaldandi samvinna um að þróa og bæta nám í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands. Samkomulagið festir enn frekar í sessi hið öfluga samstarf Háskóla Íslands og Matís.

Lesa meira