Fréttir

Stefnumarkandi samningur Martaks og Matís - 10.2.2016

Martak ehf. sem sérhæfir sig í lausnum fyrir matvælavinnslur, einkum rækjuvinnslu og rannsóknafyrirtækið Matís hafa gert með sér rammasamkomulag um að efla þekkingu við vinnslu sjávarafurða.

Lesa meira

Hvítfiskur í Norður-Atlantshafi – leiðir til aðgreiningar frá ódýrari fiski - 9.2.2016

WhiteFishMall verkefninu er nú nýlokið en í því verkefni var markmiðið að tryggja enn frekari aðgreiningu á bolfiski úr Norður-Atlantshafinu frá ódýrari hvítfisktegundum, sem nú streyma inn á okkar helstu markaðssvæði, sér í lagi inn á Bretlandsmarkað.

Lesa meira

Hvað má læra af Orkneyingum? - korn og áfengir drykkir - 5.2.2016

Matís og Þoran ehf munu halda kynningarfund fyrir bruggmeistara og aðra áhugamenn um möltun og bruggun miðvikudaginn 9. mars í höfuðstöðvum Matís á Vínlandsleið 12 og mun fundurinn standa frá 15:00 til 16:15.

Lesa meira
Verið vísindagarðar logo

Sykursýkishamlandi virkni í bóluþangi - MSc. fyrirlestur í næringarfræði - 3.2.2016

Margrét Eva Ásgeirsdóttir heldur fyrirlestur um sykursýkishamlandi virkni í bóluþangi (Fucus vesiculosus) og furutrjáberki sem könnuð var með notkun 3T3-L1 fitufrumumódels. Fyrirlesturinn fer fram í Verinun, Vísindagörðum sem staðsettir eru á Sauðárkróki. Hægt er að fylgjast með fyrirlestrinum í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 10:00-11:00 (salur: Esja-311).

Lesa meira