Fréttir

Vor í lofti - 16.12.2014

Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á að framleiða vörur úr eigin hráefni með það að markmiði að búa til vörur sem selja má til neytenda, aukist mikið. Í kjölfarið hafa margir farið í að koma sér upp aðstöðu til slíkrar framleiðslu.

Lesa meira

Ert þú að borða nóg af ómega-3 fitusýrum? - 11.12.2014

Þrátt fyrir að heilsusamleg áhrif þess að neyta fjölómettra fitusýra séu margsönnuð er þeirra ekki alltaf neytt í nægu magni vegna þess að neysla á feitum fiski er frekar lítil á Íslandi. Matís og fyrirtækið Grímur kokkur (www.grimurkokkur.is) hafa á undanförnum árum unnið saman að verkefnum um auðgun sjávarrétta úr mögrum fiski með ómega olíum.

Lesa meira

Afurðum ætlað að mæta þörfum á mörkuðum - 8.12.2014

Umbreyting afla í útflutningsverðmæti skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið. Nýting og vinnsla sjávarafurða koma þar við sögu. Eins og vinnslan snýst um virðingu fyrir neytendum og hráefnum, snýst nýtingin um virðingu fyrir hráefnum og umhverfi að samaskapi snýst verðmætasköpunin um virðingu fyrir samfélagi og auðlindum. Fullmargir fullyrða fullmikið um fullvinnslu og fullnýtingu. Samhliða fullyrðingaflaumi ber á óþarfa mismunun, þar sem afurðir eru flokkaðar nokkuð frjálslega sem aðalatriði og aukaatriði. Lesa meira
Lax | Salmon

Fölsuð heilbrigðisvottorð fyrir lax hjá rússneskum embættismönnum - 28.11.2014

Systurstofnun Matvælastofnunar (MAST) í Rússlandi hefur undanfarnar tvær vikur verið í úttekt á Íslandi. Starfsmenn hennar voru hér á landi fyrir hönd Tollabandalags Rússlands, Hvíta Rússlands og Kasakstan eins og greint er frá á heimasíðu MAST.

Lesa meira