Fréttir

MNÍ

Matvæladagur MNÍ 2015 verður haldinn fimmtudaginn 15. október. - 12.10.2015

Titill ráðstefnunnar í ár: Hvaða efni eru í matnum ?  Vitum við það ? Brýn þörf á gagnagrunnum & viðhaldi þeirra.

Lesa meira

European Sensory Network - 6.10.2015

Matís skipuleggur fund European Sensory Network (ESN), sem eru samtök sérfræðinga á sviði skynmats og neytendarannsókna, 8. og 9. október nk. á Grand Hótel Reykjavik. Á fundinum, sem er lokaður og hefur fyrirtækjum í matvælaframleiðslu verið boðið til fundarins, verður lögð áhersla á framvindu og niðurstöður nýjustu rannsókna sem samtökin hafa komið að. 

Lesa meira

Inngangur að fisktækni - beint úr prentun! - 5.10.2015

Matís og Fisktækniskólinn í Grindavík hafa unnið saman að gerð þessa efnis sem nú birtist og hefur fengið heitið „Inngangur að fisktækni“ en þar er að finna fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um framleiðslu sjávarafurða.

Lesa meira
Arsenic

Er arsen til vandræða? - 3.10.2015

Undanfarna daga og vikur hefur verið nokkuð hávær umræða um arsen (e. arsenic) og mögulega skaðsemi efnisins. Sitt sýnist hverjum um þetta efni sem finnst í sumum matvælum og í mismiklu magni. Livsmedelsverket (systurstofnun Matvælastofnunar) þykir ástæða til að neytendur takmarki neyslu á hrísgrjónum og afurðum úr hrísgrjónum og gáfu út ráðleggingar í þá veru í síðustu viku.

Lesa meira