Fréttir

Rannsóknir og vísindi eru framtíðargjaldmiðill sjávarútvegsins - 17.4.2015

Sjávarútvegurinn, eins og aðrar atvinnugreinar, reiðir sig á rannsóknir og vöruþróun. Reynslan hefur sýnt að aukin verðmætasköpun í greininni byggir á hugviti og hafa íslensk fyrirtæki unnið metnaðarfullt og merkilegt starf á því sviði.

Lesa meira

UNA Skincare - við leitum að samstarfsaðilum - 15.4.2015

UNA skincare húðvörurnar hafa verið á Íslandsmarkaði síðan 2012 og þegar er hafin markaðssetning og sala á erlendum mörkuðum. UNA skincare ehf. er nýtt fyrirtæki stofnað innan Matís ohf. sem er stærsti hluthafinn.

Lesa meira

Hvernig má bæta samkeppnishæfni í virðiskeðju sjávarafurða? - 13.4.2015

Matís opnar á morgun stórt verkefni úr ranni 8. rammaáætlunar Evrópu á sviði rannsókna og þróunar (Horizon 2020). Verkefnið snýst um framleiðslu sjávarafurða og hvernig bæta má samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðamarkaði. Því er stjórnað af dr. Guðmundi Stefánssyni, fagstjóra á Matís og er styrkur Horizon 2020 vegna verkefnisins um 750 milljónir króna. Verkefnið er það þriðja á fáum árum sem Matís stjórnar á sviði virðiskeðju sjávarfangs innan Evrópu (EcoFishMan og MareFrame).

Lesa meira

Matís tekur þátt í POLSHIFTS ráðstefnunni - 13.4.2015

POLSHIFTS ráðstefnan í húskynnum Hafrannsóknastofnunar 14.-15. april 2015 | Breytingar á dreifingu uppsjávarfiskistofna, áhrif loftslagsbreytinga?

Lesa meira