Fréttir

Samningur um samstarf Sólheima og Matís um rannsóknir, þróun og kennslu í tengslum við sjálfbæra matvælaframleiðslu - 31.3.2015

Þann 20.mars sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Matís og Sólheima í Grímsnesi. Þessi samningur felur í sér vilja til að vinna að sameiginlegri stefnumótun um eflingu sjálfbærra samfélaga á Íslandi, auka starfshæfni og nýsköpun við vinnslu og sölu matvæla, efla matarhandverk á Íslandi, bjóða innlendum og erlendum samstarfsaðilum upp á að nýta aðstöðuna á Sólheimum í sínum verkefnum og að leita leiða til að fjármagna samstarfið. Félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjálfbærni er sameiginlegur flötur og mun verða grunnurinn að samstarfi Sólheima, ses. og Matís.

Lesa meira

Gríðarleg aukning í útflutningi ferskra flaka og flakabita sl. 20 ár. - 26.3.2015

Ein stærsta og verðmætasta breytingin í útflutningi síðustu 10-20 árin er hin mikla aukning í framleiðslu ferskra flaka og flakabita. Frá 1997 hefur útflutningur þessara afurða nærri fjórfaldast í tonnum talið frá því að vera um 9.000 tonn í tæp 34.000 tonn árið 2013 og það sem meira er að útflutningurinn er nú í mun meira mæli með skipum en áður.

Lesa meira

Grænir dagar GAIA helgaðir hafinu - 24.3.2015

Grænir dagar eru röð viðburða innan Háskóla Íslands skipulagðir af GAIA, félagi meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði. Helga Gunnlaugsdóttir frá Matís verður með erindi um plastefni í hafinu. Lesa meira

Matís tekur þátt í POLSHIFTS ráðstefnunni - 18.3.2015

POLSHIFTS ráðstefnan í húskynnum Hafrannsóknastofnunar 14.-15. april 2015 | Breytingar á dreifingu uppsjávarfiskistofna, áhrif loftslagsbreytinga?

Lesa meira