Roð nýtt í verðmætar afurðir - 24.1.2017

Matís hefur ásamt sprotafyrirtækinu Codland unnið að verkefnum þar sem markmiðið er að nýta roð í verðmætar afurðir.

Lesa meira

Íslenska geitin kynnt starfsmönnum Matís - 23.1.2017

Sif Matthíasdóttir, Hrísakoti, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands og Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu, kynntu geitabúskap og geitaafurðir á Vínlandsleið. Starfsmenn fengu stutta kynningu um geitur og var boðið að smakka geitaafurðir, en þær Sif og Jóhanna voru mættar til að funda við Matís um hugsanlegt samstarf.

Lesa meira

Farsælt samstarf Matís og HÍ árið 2016 - 10.1.2017

Háskóli Íslands og Matís hafa átt í góðu samstarfi um langt skeið og var árið 2016 engin undantekning. Í samræmi við starfssemi Matís þá snýr þessi samvinna mest að verkfræði, matvæla- og næringarfræði, lífefnafræði, líffræði og skyldum greinum og er sérstaklega vert að minnast á samstarfið um meistaranámið í matvælafræði.

Lesa meira

Matís á afmæli í ár! - 2.1.2017

Matís varð 10 ára í gær, þann 1. janúar, en þann dag árið 2007 tók Matís opinberlega til starfa. Þá runnu saman rannsóknastofa Umhverfisstofnunar, MATRA, RF og líftæknifyrirtækið Prokaria, og mynduðu eina sterka heild þar sem rannsóknir á matvælum og í líftækni fengu samastað, þar sem áhersla var á að auka verðmætasköpun í íslenskri matvælaframleiðslu, matvælaöryggi og lýðheilsu.

Lesa meira