Fréttir

Okkar rannsóknir – allra hagur - 29.1.2015

Aukið erlent samstarf einkenndi starfsemi Matís á árinu 2014. Alþjóðleg samvinna víkkar sjóndeildarhringinn, styrkir þekkingu og hæfni starfsmanna og styður við verðmætasköpun í matvæla- og líftækniiðnaði, bæði innanlands og utan. Alþjóðleg verkefni styðja ekki einungis vísindamenn og starfandi fyrirtæki, heldur styrkja einnig byggðaþróun með tilurð afleidds atvinnurekstrar, nýrra starfa og alþjóðlegra viðskiptatengsla fyrir fyrirtæki. Lesa meira

Matís veitir ráðgjöf til Kanada - 26.1.2015

Alþjóðlegt samstarf hefur aukist jafnt og þétt í starfsemi Matís frá því að fyrirtækið tók til starfa í janúar 2007. Á þessum tíma hefur Matís m.a. átt í samstarfi við Norræna nýsköpunarsjóðinn (e. Nordic Innovation), PepsiCo., alþjóðlega sjóði um þróunaraðstoð, erlenda háskóla og Evrópusambandið, m.a. varðandi hvernig bæta mætti fiskveiðistjórnun sambandsins (EcoFishMan), svo fátt eitt sé nefnt. 

Lesa meira

Mjólkursamsalan og Matís gera samstarfssamning um rannsóknir á skyri og mysu - 23.1.2015

Þann 21. janúar sl. undirrituðu fulltrúar Mjólkursamsölunnar og Matís fimm ára samstarfssamning um rannsóknir á skyrgerlum og mysu. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Axel Péturssyni framkvæmdastjóra Sölu- og markaðssviðs MS er fyrirtækið mjög spennt fyrir þessu samstarfi sem fyrirtækin hafa náð samkomulagi um. Lesa meira

Ísland í ótrúlegri stöðu hvað líftækni og lífefni varðar - 23.1.2015

Sérstaða Íslands þegar kemur að líftækni og lífefnum er fjölbreytileiki náttúrunnar og sérkenni landsins, því hefur einnig verið lögð áhersla á að rannsaka örverur sem lifa á hverasvæðum og á landgrunni Íslands. Hér er því verið að vinna með einstök lífefni sem ekki þekkjast annars staðar.

Lesa meira