Þekking og færni í matvælagreinum - 22.3.2017

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. apríl þar sem fjallað verður um leiðir til að efla þekkingu og færni innan matvælagreina. Matís hefur frá stofnun lagt áherslu á náið samstarf með hagaðilum um framþróun matvælagreina á Íslandi með það að markmiði að auka verðmætasköpun, bæta matvælaöryggi og lýðheilsu. Matís er stoltur þátttakandi í samstarfsvettvangnum Matvælalandið Ísland.  

Lesa meira
Ny Nordisk Mad

Ný norræn matargerð - kraumandi hugmyndaauðgi - 20.3.2017

Norrænt samstarf er Íslendingum mikilvægt. Hið norræna eldhús er einn vettvangur norræns samstarfs, þar kennir margra grasa. Í síðustu viku greindu Bændasamtök Íslands frá norrænu matarverðlaununum Emblu hvar óskað er eftir tilnefningum í sjö flokka fram til 17. apríl. Tveimur dögum síðar eða 19. apríl renna út frestir til að senda inn verkefnahugmyndir til skrifstofu norræna ráðherraráðsins  sem ganga annarsvegar út á mat fyrir æskublóma Norðurlandanna og hinsvegar út á mörkun/ kynningu norrænar matarmenningar og gildum hennar.  

Lesa meira

HB Grandi er samstarfsaðili World Seafood Congress 2017 - 19.3.2017

HB Grandi er samstarfsaðili World Seafood Congress 2017 (#WSC_2017). Ráðstefnan fer fram á Íslandi í september og er þetta í fyrsta sinn sem viðburðurinn fer fram á Norðurlöndum. Stofnað var til ráðstefnunnar að frumkvæði Matvæla- og landbúnaðarstofnunar sameinuðu þjóðanna (FAO).

Lesa meira

Ný matarverðlaun sem hampa hinu norræna eldhúsi - 17.3.2017

Hin nýju, norrænu matarverðlaun Embla hampa því sem skarar fram úr í hinu norræna eldhúsi: hráefni, matvælum, framleiðsluaðferðum og fólkinu á bak við allt saman. Markmiðið með verðlaununum er að deila þekkingu og reynslu og vekja athygli á norrænum mat.

Lesa meira