Hestar | Icelandic Horses

Skeiðgenið nú greint á Íslandi - 29.4.2013

Matís, sem sér um foreldragreiningar hesta, hefur nú hafið DNA greiningar á geninu DMRT3, hinu svokallaða skeiðgeni. Mikil umræða skapaðist meðal hestamanna í lok ársins 2012 þegar fréttir bárust af því að búið væri að finna gen í hrossum sem stjórnaði skeiðgangi þeirra. Lesa meira
Fiskirfréttir

Ferskara gerist hráefnið ekki - 25.4.2013

Ásbjörn Jónsson matvælafræðingur hjá Matís fór í eina veiðiferð með fullkomnasta línuveiðiskipi heims þar sem hann hafði hönd í bagga með að framleiða nokkrar spennandi niðursuðuvörur úr afbragsfersku hráefni.

Lesa meira

Breytum ekki skít í gull - 24.4.2013

Enginn efast um framlag Sigurjóns Arasonar, yfirverkfræðings hjá Matís og prófessors við HÍ, til aukinnar verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi. Sigurjón hefur verið viðriðin sjávarútveginn undanfarna áratugi í starfi sínu hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) og Matís.

Lesa meira

Sæbjúgu við getuleysi? - 23.4.2013

Á laugardaginn var haldið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun.  Á sama tíma var efnt til sýningar á verkefnum nemenda í vistvænni nýsköpun matvæla en nemendur höfðu keppt um titilinn vænlegasta og vistvænasta nýsköpunarhugmyndin á matvælasviði árið 2013 (Ecotrophelia).

Lesa meira
Atlantshaf | Atlantic Ocean

Skyndileg aukning í PCB efnum vegna hvalskurðar? - 19.4.2013

Vöktun á mengunarefnum í lífríki við strendur Íslands hefur farið fram síðan 1990. Verkefnið er unnið af Matís í samstarfi við Rannsóknastofu í Lyfja- og eiturefnafræði við HÍ og Hafrannsóknastofnun.

Lesa meira

Þróun á verðmætu kavíarlíki - 18.4.2013

Verkefninu „Fiskiperlur" sem unnið var í samvinnu fyrirtækisins Vignis G. Jónssonar á Akranesi og Matís og styrkt var af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi er nú að ljúka. Markmiðið var að þróa neytendavöru (kavíarlíki) í háum verðflokki,einkum á Frakklands- og Spánarmarkað.

Lesa meira

Hvert er ástand neysluvatns í þínu sumarhúsi? - 18.4.2013

Sumarhúsum hefur fjölgað mikið síðustu ár, en samkvæmt Þjóðskrá Íslands voru 12.225 sumarbústaðir á landinu 2011.  Með fjölgun sumarbústaða hefur vatnsveitum í einkaeign fjölgað.  Heilbrigðiseftirlit sveitafélaga sér um eftirlit á neysluvatni frá stærri vatnsveitum en það er á ábyrgð eigenda einkavatnsbóla að fylgjast með gæðum neysluvatns úr minni veitunum.

Lesa meira

Hver eru umhverfisáhrif íslensks matvælaiðnaðar? - 16.4.2013

Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins halda opið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun, laugardaginn 20. apríl kl. 13-17 í Háskólatorgi Háskóla Íslands.

Lesa meira

Deilir þú húsnæði með myglusveppi? - 16.4.2013

Viltu vita hvort myglusveppur hefur búið um sig í þínu húsnæði? Matís býr yfir góðum tækjabúnaði til nákvæmra mælinga á myglugróum og öðrum örverum í andrúmslofti.

Lesa meira
Rekjanleiki | Traceability | © iStock Swoosh-R

Fölsuð vara – hvað er til ráða? - 12.4.2013

Að undanförnu hefur verið mikil umræða um matvælaöryggi og fölsun matvælaupplýsinga, þar sem neytendur hafa í vissum tilfellum verið hreinlega sviknir við kaup á neysluvörum. Ráðstefna um þessi mál verður haldin þriðjudaginn 16. apríl kl. 08:30-12:30.

Lesa meira
Háskólanemendur | University Students

Kynningarfundur á meistaranámi í matvælafræði - 10.4.2013

Alþjóðlegt meistaranám í matvælafræði í samvinnu Háskóla Íslands og Matís. Kynning og viðtöl við áhugasama verða í stofu HT-300 á Háskólatorgi föstudaginn 12. apríl kl. 14–16.

Lesa meira

MPF og Matís þróa tofu úr þorskhryggjamarningi - 10.4.2013

Matís hefur ásamt fyrirtækinu MPF Ísland í Grindavík þróað nýja afurð – fiskitofu. Við vinnsluna er notaður marningur sem í dag er nýttur í verðminni afurðir. Afurðin var kynnt á fundi Sjávarklasans vegna verkefnisins Green Marine Technology. Var góður rómur gerður af hinni nýju afurð og má á myndunum meðal annars sjá forseta Íslands gæða sér á fiskitofu framleiddu af Matís.

Þróun á fisktofu hefur verið styrkt af Impru í verkefni sem nú er að ljúka. Næstu skref fela í sér áframhaldandi þróun, uppskölun og markaðssetningu á hinni nýju afurð og hefur fengist styrkur frá AVS til að koma að því verkefni.

Nánari upplýsingar veitir Hörður G. Kristinsson hjá Matís.

Lesa meira

Breytingar hjá Matís á Akureyri - 10.4.2013

Nú um mánaðarmótin urðu þær breytingar á starfsemi Matís, á sviði efnagreininga að varnarefnamælingar á ávöxtum og grænmeti sem verið hafa á starfstöð Matís á Akureyri fluttust til Reykjavíkur.

Lesa meira
iStock_Bacterias

Örverur í hafinu umhverfis Ísland - 8.4.2013

Undanfarin misseri hefur Matís, í góðu samstarfi við Hafrannsóknarstofnunina, staðið að rannsóknum á örverum í hafinu umhverfis Ísland.

Lesa meira

Örugg matvæli? - 3.4.2013

Þriðjudaginn 16. apríl stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Valur N. Gunnlaugsson frá Matís halda erindi en auk þess mun Sveinn stjórna fundi.

Lesa meira