Fréttir

Allt vitlaust eftir viðtal í Bítinu á Bylgjunni

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í síðastliðinni viku var viðtal við Ásthildi Björgvinsdóttur en fyrirtækið hennar, Ástrík, www.astrik.is, framleiðir popp meðal annars með karamellu og sjávarsalti. Í lok viðtalsins talaði Ásthildur eilítið um Matís og sagði að fyrirtækið væri „snilld“.

Eftir þetta viðtal varð eiginlega allt vitlaust hjá Matís í fyrirspurnum um hvernig fyrirtækið getur aðstoðað frumkvöðla og smærri fyrirtæki við að koma matarhugmyndum á framleiðslustig eða koma minni framreiðslu í stærri einingar til sölu hér á landi og erlendis.

En hvernig getur Matís hjálpað?

Eins og Ásthildur orðaði það þá er Matís snilldar fyrirtæki sem gefur aðilum kleift að nota löglega og vottaða aðstöðu, hjálpar í þessum málum til að byrja með og kemur með ábendingar og býður fram aðstoð.

Við ætlum ekki að mótmæla þessum orðum! 🙂

Viltu vita meira um hvernig Matís getur hjálpað? Kíktu þá að þessa síðu okkar, www.matarsmidjan.is.

Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís.

Viðtalið við Ásthildi má finna á vefsíðu Bylgjunnar, www.bylgjan.is.