Fréttir

Lofgjörð um Matís úr landsuðri – Færeyingar sjá tækifæri í rannsóknum og þróun sjávarútvegs

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nýlega skilaði nefnd um endurskoðun á fiskveiðistjórnun í Færeyjum skýrslu. Eðli málsins samkvæmt er fjallað um fleira en fiskveiðistjórnun eina og sér og farið er í skýrslunni í margbreytileika sjávarútvegs, markmið og mögulegan ávinning af veiðum, vinnslu, dreifingu og sölu sjávarfangs með nýsköpun og rekjanleika. Nefndin lítur út fyrir eyjarnar 18 og ber saman fyrirkomulag og framvindu mála í sjávarútvegi í Noregi og á Íslandi við færeyskan sjávarútveg.

Nefndin tók m.a. mið af samvinnu sem miðað hefur að því að koma öllum afla af þremur hafsvæðum í land undir yfirskriftinni „Alt í land“. Sérstaklega er kafað ofan í rannsóknir og þróun í sjávarútvegi og í því sambandi er máli sérstaklega vikið að íslenskum sjávarútvegi og því samstarfi sem Matís hefur leitt í nánu samstarfi við íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og fyrirtæki sem þjóna sjávarútvegsfyrirtækjum. Nefndin metur að forgangsraða þurfi rannsóknum og þróun í þágu matvælaframleiðslu. Þá leggur nefndin til að kannað verði hvort stofna eigi matvælarannsóknaeiningu í líkingu við Matís í Færeyjum.

Bent er á að tæknileg nýsköpun hefur verið forsenda vermætaaukningar í gegnum alla virðiskeðju sjávarafurða og eru Íslendingar sagðir hafa verið sérstaklega duglegir í að þróa nýja tækni. Í samhengi við nýsköpun er orðum aftur vikið að Matís og dæmi á borð við betri og hraðari kælingu, betri blóðgun og þvottur, ný kælitækni, styttra úthald og togtími og stjórnun fiskveiða með hliðsjón af kröfum markaða eru nefnd.

Í lokaorðum skýrslunnar er Matís sagt geta orðið Færeyingum innblástur í rannsóknum í þágu matvælaframleiðslu, þar sem rannsóknir og þróun geti haft afgerandi áhrif á að gera vinnslu aukins hluta aflans í landi mögulega.

Matís-ingar, en með slíkum hætti vitna starfsmenn Matís oft til sjálfs síns, eru virkilega kátir með frændur okkar í Færeyjum og hrós úr þessari átt hvetur okkur enn frekar til dáða.

Samantekt Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um fiskveiðistjórnun í Færeyjum.

Úr skýrslu Færeyinga, skýrsluna má í heild sinni finna hér

10.4.1 Verkætlanin “Alt í land”

Verkætlanin fevndi um botnfiskiskapin í trimum økjum: føroyskum havøki, grønlendskum havøki og í Barentshavinum, og arbeitt varð samstundis í fýra londum: Noregi, Grønlandi, Íslandi og Føroyum. Aðrir samstarvsfelagar í verkætlanini vóru fyritøkurnar Nofima í Noregi og Matís í Íslandi og Nátturugranskingarstovan í Grønlandi. Av tí at frágreiðingin varð liðug í juni í ár, so fer umrøðan av hesum evninum at vera nógv grundað á greiningarnar og niðurstøðurnar frá verkætlanini.

10.5.1 Samanberingar millum Noreg og Ísland

Tøknilig nýskapan er ein avgerandi fortreyt fyri virðisøking. Her hava íslendingar verið serstakliga dugnaligir at menna nýggja tøkni í øllum liðum. Ein sera týdningarmikil viðspælari í hesi menning er matvørugranskingarstovnurin, Matís (www.matis.is). Betri og skjótari niðurkøling, betri útbløðing og vasking, nýggj ísingartøkni, stytt túralongd og tógtíð og skipan av fiskiskapinum eftir tí, sum marknaðurin ynskir, eru dømir um tøkniliga nýskapan og betringar umborð á fiskiskipunum.

10.6 Gransking og menning

Sum umrøtt omanfyri, hevur íslendska fiskivinnan ment seg sera nógv seinastu árini. Ein sera týðandi partur í hesi menningini er tann gransking, sum matvørustovnurin, Matís, hevur staðið á odda fyri í tøttum samstarvi við vinnuna.

Nevndin metir, at tað almenna saman við vinnuni eigur at bera so í bandi, at menning og gransking í matvøruframleiðslu verður raðfest frammarlaga í Føroyum. Í hesum sambandi kann verða umhugsað at seta ein matvørugranskingarstovn á stovn, sum hevur Matís sum fyrimynd.

10.7 Niðurstøður og tilmæli

Nevndin metir tað vera avgerandi, at menning og gransking av matvøruframleiðslu verða raðfest frammarlaga. Vantandi lønsemi er ein týðandi forðing í mun til at fáa ein størri part av fiskinum í land, og her kann gransking og menning hava ein avgerandi leiklut. Íslendski granskingarstovnurin, Matís, kann vera íblástur í mun til gransking í matvøruframleiðslu.

Úr samantekt SFS (af bls. 22.):

Tækniþróun og nýsköpun eru lykilskilyrði í virðisaukningu og er tekið fram í færeysku skýrslunni að Íslendingar hafi verið sérstaklega framarlega í að þróa nýja tækni í gegnum alla virðiskeðjuna. Í skýrslunni er vísað sérstaklega til starfs Matís, sem oftar en ekki vinnur náið með fyrirtækjunum. Þá má einnig nefna AVS sjóðinn og frumkvæði fyrirtækjanna sjálfra og samstarf þeirra við öflug og framsækin fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn. Ýmis tækni hefur verið þróuð sem stuðlar m.a. að betri kælingu, bættri meðhöndlun á afla um borð og vöruþróun. Flutningur á vörum er einnig lykilatriði, en verulegur árangur hefur náðst við að fækka flöskuhálsum við flutning og stytta tímann milli framleiðslu og afhendingar á vörum frá Íslandi. Í skýrslunni er sérstaklega horft til starfsemi Matís hér á landi að því er rannsóknir og þróun varðar.