Fréttir

Þrír doktorsnemendur – Matís, Hafrannsóknastofnun og Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís og Hafrannsóknastofnun – rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna í samvinnu við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands auglýsa eftir þremur doktorsnemendum til að vinna í öndvegisrannsóknaverkefninu Microbes in the Icelandic Marine Environment (MIME) sem styrk er af Rannsóknasjóði Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís).

Eftirfarandi þrjú doktorsverkefni er um að ræða:

  1. Rannsóknir á örverufjölbreytileika í hafinu umhverfis Ísland með áherslu á frumbjarga örverur. Nemandi verður staðsettur hjá Matís.
  2. Rannsóknir á genamengjum og gena tjáningu genamengja örvera á Íslands miðum til að skilja betur lífeðlisfræðilega svörun vegna breytinga á umhverfisþáttum. Nemandi verður staðsettur hjá Matís.
  3. Rannsóknir á hlutverki plöntusvifs og pico-heilkjörnungum í samhengi við örverufjölbreytileika og dreifingu, og hlutverki þeirra í þeirra í efnahringrásum sjávar. Nemandi verður staðsettur hjá Hafrannsóknastofnun – rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna.

Fyrir nánari og mikilvægar upplýsingar um stöðurnar og hvernig sækja skal um er mikilvægt að lesa auglýsinguna um stöðurnar í heild sinni.