Fréttir

Tveir MS fyrirlestrar í matvælafræði

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Erla Rán Jónsdóttir og Anna Birna Björnsdóttir halda fyrirlestra um meistaranámsverkefnin sín í Matís að Vínlandsleið 12, mánudaginn 17. október. Dr. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís er prófdómari hjá Erlu Rán en Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís og dósent við HÍ, leiðbeindi Önnu Birnu í sínu verkefni.

Hvenær hefst þessi viðburður: 17. október 2016 – 13:00
Nánari staðsetning: Matís stofa 312. Vínlandsleið 12 Reykjavík

Fyrst mun Erla Rán Jónsdóttir halda fyrirlestur um MS verkefni sitt: Heilsuspillandi efni í plastumbúðum. Mælingar á vatni úr plastbrúsum sem seldir eru á Íslandi. 

Síðan mun Anna Birna Björnsdóttir halda fyrirlestur um MS verkefnið: Breytileiki þorsk- og ufsalifrar eftir árstíma, efna- og eðliseiginleikar.