Útgefið efni


Mikið af efni kom út hjá þeim stofnunum sem runnu saman í Matís ohf. Hlutur Rf var þar mestur, enda stærsta stofnunin með langa sögu að baki. Hér er einkum um prentað efni að ræða, þó unnið hafi verið að því að koma sem mestu á tölvutækt form (pdf).

Matvælarannsóknir Keldnaholti (Matra) var samstarfsvettvangur Landbúnaðarháskóla Íslands og Iðntæknistofnunar og var starfrækt frá haustinu 1998 til ársloka 2006.

Útgefið efni frá báðum þessum stofnunum verður áfram aðgengilegt á vef Matís.

Frá ársbyrjun 2007 er allt útgefið efni merkt Matís ohf.


Útgefið efni á Rf var einkum eftirfarandi:

 • Rf skýrslur
 • Rf rit. Rannsóknarskýrslur sem komu út á árunum 1981-1996
 • Tæknitíðindi Rf  sem komu út á árunum 1972-1986 og innihéldu oft samantektir úr rannsóknum sem gerðar voru á Rf
 • Rf pistlar - 15 pistlar með ýmiskonar fróðleik komu út á árunum 1997-1999
 • Ársskýrslur Rf. Yfirlit yfir starfsemi Rf og forvera hennar hefur komið út síðan 1934 - til í tölvutæku formi frá 1995.
 • Rf tíðindi voru gefin út á árunum 1986-2000, þau innihéldu stuttar fréttir af starfsemi Rf
 • Einnig voru gefin út ýmis sérrit, kynningarbæklingar o.fl.

Útgefið efni á MATRA var einkum eftirfarandi:

 • Almennar greinar
 • Matra skýrslur
 • Vísindagreinar
 • Fréttabréf
 • Veggspjöld