Verkefni

Rannsóknarverkefni innan fyrirtækisins eru fjármögnuð af Matís ohf., ásamt styrkjum úr innlendum og erlendum rannsóknarsjóðum. Fjölmörg verkefni eru unnin fyrir og fjármögnuð að hluta til eða alfarið af innlendum fyrirtækjum og stofnunum.  Ekki er hægt að birta upplýsingar um öll verkefni sem unnin eru á Matís þar sem mörg verkefni eru unnin sem ráðgjafaverkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir og eru því trúnaðarmál.


Leita eftir verkefnum

Fyrirsagnalisti

Pækilsöltun

Geymsluþol léttsaltaðra flaka í frosti Hófst: 1.5.2014  |  Áætluð lok: 31.12.2016 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að auka verðmæti sjávarfangs með því að greina kjöraðstæður við geymslu á léttsöltuðum þorsk- og ufsaflökum.

 
Örugg matvæli | Food safety

Örugg matvæli Hófst: 1.2.2014  |  Áætluð lok: 31.12.2014 Öryggi, umhverfi og erfðir

Verkefnið er samstarfsverkefni þýskra og íslenskra stjórnvalda. Megintilgangur verkefnisins er að auka matvælaöryggi og neytendavernd á Íslandi með því að auka vöktun á óæskilegum efnum í matvælum.

 
MareFrame

MareFrame Hófst: 1.1.2014  |  Áætluð lok: 31.12.2017 Öryggi, umhverfi og erfðir

Í MareFrame verkefninu er áætlað að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi og finna leiðir til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu. Áhersla er lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Einnig á samstarf við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða.

 
Algae, omega-3 fatty acid source, health, marine algae, anti-oxidant

EnRichMar Hófst: 1.1.2014  |  Áætluð lok: 1.1.2016 Líftækni og lífefni

Meginmarkmið EnRichMar er að auka virði tilbúinna matvæla með lífvirkum efnum sem framleidd eru úr aukafurðum eða lítil nýttu hráefni úr hafinu.

 
bygg

Norrænt korn - Ný tækifæri Hófst: 1.8.2013  |  Áætluð lok: 31.07.2015 Nýsköpun og neytendur

Markmiðið með verkefninu er að stuðla að vexti og sjálfbærni á norðurslóðum með því að þróa kornrækt og hagnýtingu korns.

 
Þurrir hausar

Handbók – þurrkun sjávarafurða Hófst: 1.7.2013  |  Áætluð lok: 15.6.2014 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að taka saman á skipulegan máta hagnýtar upplýsingar um þurrkun og vinnslu þurrkaðra sjávarafurða og birta í handbók á vef Matís.

 
Makrill_vefur

Vinnslueiginleikar makríls Hófst: 1.5.2013  |  Áætluð lok: 01.01.2015 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að rannsaka áhrif mismunandi hráefnisgæða á afurðargæði niðursoðins og heitreykts makríl. Verkefnið stuðlar að bættri þekkingu á áhrifum efna-, eðlis- og vinnslueiginleika makríls á afurðagæði neytendavara.

 
Þorsklifur

Hágæðalifur – Lifrargull Hófst: 1.5.2013  |  Áætluð lok: 1.3.2015 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Meginmarkmið verkefnisins er að auka nýtingu og um leið þekkingu á stöðugleika þorsklifrar í frosti eftir árstíma.

 
Smábátur

Kæling afla með ískrapa um borð í smábátum Hófst: 20.4.2013  |  Áætluð lok: 20.04.2015 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að bæta gæði afla frá smábátum og hámarka skilaverð. Til að ná þessum markmiðum verður hönnuð krapavél sem hentar smábátum og einnig þróað endurbætt verklag til kælingar afla.

 
Frosinn lax

Gæðamælingar fisks byggðar á skynjun neytenda Hófst: 2.3.2013  |  Áætluð lok: 20.03.2015 Öryggi, umhverfi og erfðir

Það er ýmsum vanköntum háð að mæla gæði fisks en þó er þörf á því að geta með einhverjum hætti mælt hvað er í fisknum á disknum.

 
Línuveiðar

Strandveiðar í Norður-Atlantshafi Hófst: 1.3.2013  |  Áætluð lok: 01.03.2015 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Í verkefninu verður sjónum beint að strandveiðiflotanum í N-Atlantshafi þ.e.a.s. í Noregi, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Kanada.

 

Framlegðarstjórinn Hófst: 1.2.2013  |  Áætluð lok: 30.09.2014 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að útbúa hugbúnað, svokallaðan "Framlegðarstjóra", sem aðstoðar skipstjórnarmenn, útgerðarstjóra og aðra stjórnendur við að mæla og skoða breytingar á þáttum sem hafa áhrif á framlegð.

 
Bóluþang

Arsen: Nauðsynlegt frumefni í þangi? Hófst: 1.1.2013  |  Áætluð lok: 31.12.2014 Öryggi, umhverfi og erfðir

Verkefnið snýr að greiningu á mismunandi tegundum á arseni í þangi og einnig er ætlunin að rannsaka hvernig umbreyting (e. transformation) á sér stað á eitruðu ólífrænu arseni sem tekið er upp af þörungum yfir í minna eitruð lífræn efnaform arsens.

 

Aur í áburð Hófst: 15.12.2012  |  Áætluð lok: 20.12.2013 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að greina innihald seyru í settjörn við fiskeldisstöð Silfurstjörnunnar mt.t. nýtingar sem áburðar við ræktun á svæðinu auk þess sem framkvæmd verður tilraunaræktun með seyru samanborið við notkun hefðbundins áburðar.

 
Taste logo

TASTE Hófst: 1.10.2012  |  Áætluð lok: 30.09.2014 Líftækni og lífefni

Markmiðið er að þróa líftæknilegar aðferðir við framleiðslu á heilsusamlegum bragðefnum og þróa saltminni matvörur með bragðefnum úr þangi.

 
Bleikja www.fauna.is

Lágmörkun fóðurkostnaðar í bleikjueldi Hófst: 14.8.2012  |  Áætluð lok: 31.12.2013 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að sannreyna niðurstöður tilrauna um próteinþarfir og hráefnasamsetningu bleikjufóðurs  við eðlilegar eldisaðstæður

 
Makríll i krabais

Aukið verðmæti makríls með réttri og markvissri kælingu Hófst: 1.7.2012  |  Áætluð lok: 30.6.2015 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að ná fram mestu mögulegu gæðum makrílafurða með markvissri kælingu óháð veiði- og vinnsluaðferð.

 

Sjálfvirkur skurður beingarðs úr hvítfiskflökum Hófst: 1.7.2012  |  Áætluð lok: 30.6.2015 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Þróaður verður búnaður og tækni til að greina og skera beingarð úr hvítfiskflökum með sjálfvirkum hætti, einkum í ferskum og ofurkældum þorskafurðum.

 
Frosinn makríll

Hámörkun gæða frosinna makrílafurða Hófst: 1.7.2012  |  Áætluð lok: 30.06.2015 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að rannsaka gæði og stöðugleika makrílafurða í frosti eftir árstíðum og áhrif mismunandi forkælingar, frystingar og geymsluaðstæðna.

 

Frá grænum haga í fiski maga Hófst: 1.7.2012  |  Áætluð lok: 15.09.2014 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að lækka fóðurkostnað í fiskeldi og þróa ný íslensk og norræn hráefni í fóður sem eru ódýr, umhverfisvæn og sjálfbær.

 
Arnarstapi ©Páll Gunnar Pálsson

Aukin verðmæti gagna Hófst: 1.6.2012  |  Áætluð lok: 31.12.2013 Nýsköpun og neytendur

Setja saman vörulýsingar fyrir afurðir í íslenskum sjávarútvegi, svo auðveldara verði að greina útflutning sjávarafurða og verðmætasköpun í greininni.

 

Þíðing á sjófrystum þorskflökum Hófst: 1.6.2012  |  Áætluð lok: 31.12.2013 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að þróa og útfæra búnað og ferla við þíðingu á frosnum þorskblokkum frá íslenskum frystitogurum.

 

Rannsókn á heildarneyslu aðskotaefna úr matvælum Hófst: 1.2.2012  |  Áætluð lok: 31.01.2016 Öryggi, umhverfi og erfðir

Í verkefninu verða þróaðar aðferðir til að meta hversu mikið fólk fær af óæskilegum aðskotaefnum úr matvælum eins og þau eru á borðum neytenda. Aðferðirnar verða síðan notaðar til að meta magn aðskotaefna sem fólk tekur inn með fæðunni í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi.

 
Smábátar - Hámörkun aflverðmætis

Aðgreiningarþörf bolfiskafurða - WhitefishMALL Hófst: 1.1.2012  |  Áætluð lok: 31.12.2014 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að greina og þróa lausnir til markaðsaðgreiningar fyrir bolfisk úr N-Atlantshafi.

 

Auðgun norrænna sjávarrétta Hófst: 1.1.2012  |  Áætluð lok: 01.04.2014 Nýsköpun og neytendur

Markmið verkefnisins er að auka virði sjávarfangs með árangursríkri vöruþróun til að framleiða tilbúna sjávarrétti með íbættum lífvirkum efnum unnum úr hafinu.

 
Blóðgun

Árif blóðgunar á gæði þorsk og ufsa Hófst: 1.9.2011  |  Lauk: 31.12.2013 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að auka verðmæti sjávarfangs með því að greina kjöraðstæður við blóðgun og koma þannig í veg fyrir afurðagalla vegna blóðs í þorsk- og ufsaafurðum og um leið auka stöðugleika þessara afurða.

 
Humarsoð kokksins

Humarsoð kokksins Hófst: 1.7.2011  |  Lauk: 1.7.2012 Nýsköpun og neytendur

Í verkefninu Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning var farið út í rannsókn á mörkuðum bæði innanlands og utan þar sem mikil áhersla var lögð á að kanna áhuga bæði neytenda og iðnaðareldhúsa fyrir afurðinni .

 
Blóðgun

Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla Hófst: 1.7.2011  |  Áætluð lok: 30.11.2013 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að auka nýtingu og verðmæti bolfiskafla, með því að þróa nýja tækni til  blóðgunar, slægingar og hausunar fyrir frystiskip sem og ísfiskskip/landvinnslu

 
Ljosm. Larus Karl

Hagnýting þekkingar Hófst: 1.7.2011  |  Lauk: 1.2.2013 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að koma þeirri þekkingu sem skapast í rannsókna- og þróunarverkefnum við saltfiskverkun yfir á hagnýtt form.

 

Aquaponics Hófst: 29.6.2011  |  Áætluð lok: 31.08.2015 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að setja upp "aquaponics" á Norðurlöndunum.

 
Whitefish

Whitefish Hófst: 1.4.2011  |  Áætluð lok: 31.12.2014 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að þróa aðferðafræði og hugbúnað til mats á umhverfisáhrifum í virðiskeðjum sjávarafurða.

 
EcoFishMan landscape

Ecofishman Hófst: 1.3.2011  |  Áætluð lok: 01.03.2014 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að þróa aðferðafræði (sem byggir á Results-Based Management) fyrir gerð fiskveiðistjórnunarkerfa þ.s. áhersla er lögð á þátttöku hagsmunaaðila á breiðum grundvelli við þróun, innleiðingu og framfylgni/rekstur kerfisins.

 
iStock_cell-hlustunarpipa

Rannsóknir á lífvirkum efnum í frumumódelum Hófst: 1.9.2010  |  Áætluð lok: 01.10.2011 Líftækni og lífefni

Meginmarkmið verkefnisins er að setja upp andoxunarvirkni mælingar í frumumódelum

 
iStock_Salt2

SafeSalt: Gæðaeftirlit á salti fyrir saltfisk Hófst: 1.8.2010  |  Áætluð lok: 30.06.2011 Öryggi, umhverfi og erfðir

Markmið verkefnisins er að þróa greiningarsett sem byggir á hraðvirkri aðferð til að meta gæði salts sem er notað í framleiðslu á saltfiski til að lágmarka hættu á gulumyndun.

 
iStock_gras

Nýting á slógi frá fiskvinnslum Hófst: 1.6.2010  |  Áætluð lok: 31.12.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Meginmarkmið verkefnisins er að nýta á arðbæran hátt það slóg sem berst hér að landi í Þorlákshöfn með afla sem ekki er slægður úti á sjó.

 
fishsause

Gagnleg gerjun Hófst: 1.6.2010  |  Áætluð lok: 31.12.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnis er að innleiða nýja framleiðsluaðferð og markaðssetja nýjar afurðir; fiskisósur.

 
iStock_surimi2

Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum Hófst: 1.5.2010  |  Áætluð lok: 30.4.2013 Líftækni og lífefni

Markmið verkefnisins er að þróa og setja upp nýjan vinnsluferil til að framleiða hágæða lífvirkar surimi afurðir úr vannýttu og ódýru hráefni.

 
iStock_bleikja

Áhrif hitastigs á vöxt og orkubúskap bleikju Hófst: 30.4.2010  |  Lauk: 31.8.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Meginmarkmið verkefnisins er að meta vaxtargetu, fóðurþörf og orkubúskap bleikju við mismunandi hitastig.

 
skyr

Sérstaða hefbundins skyrs Hófst: 15.4.2010  |  Lauk: 30.6.2011 Nýsköpun og neytendur

Markmiðið er að afla þekkingar og gera rannsóknir á hefðbundnu skyri sem fyrsta skrefið að því markmiði að fá alþjóðlega viðurkenningu á því sem sérstæðri íslenskri vöru.

 
lysa

Breytileiki á eiginleikum lýsu eftir árstíma Hófst: 15.4.2010  |  Lauk: 30.10.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmiðið er að byggja upp ákveðinn þekkingargrunn fyrir lýsu (Merlangius merlangus) og fá upplýsingar um breytileika á gæðaeiginleikum og vinnslunýtingu hennar eftir árstíma.

 
iStock_petridish

Ferskfiskur Hófst: 1.4.2010  |  Áætluð lok: 31.7.2012 Öryggi, umhverfi og erfðir

Markmið verkefnisins er að fullþróa, setja saman og markaðssetja Gæðastokk eða greiningarsett. Tilgangur Gæðastokksins er að mæla ástand á ferskum fiski og eftirlifandi geymsluþol frá mælingu.

 
Biofuel

Líf-eldsneyti Hófst: 1.3.2010  |  Áætluð lok: 1.3.2013 Líftækni og lífefni

Skimun og þróun á hitakærum örverum sem framleiða etanól.

 
iStock_hvalur

Vinnuhópur um fjölstofna hafvistkerfalíkön Hófst: 1.3.2010  |  Áætluð lok: 30.8.2011 Öryggi, umhverfi og erfðir

Meginmarkmið þessa verkefnis er að koma á fót samstarfi vísindamanna með sérþekkingu á sviði vistkerfalíkanna til að hanna rannsóknarverkefni og skrifa tillögur að fjármögnun þess.

 
Clean_ocean

Norðurheimskautið- Hreint og ómengað? Hófst: 1.3.2010  |  Áætluð lok: 01.01.2014 Öryggi, umhverfi og erfðir

Hlýnun jarðar gerir Norðurhöfin aðgengileg fyrir aukna skipaumferð og frekari nýtingu olíuauðlinda.

 
iStock_algea

BioSeaFood Hófst: 1.1.2010  |  Áætluð lok: 31.12.2013 Öryggi, umhverfi og erfðir

Markmiðið er að tengja saman þrjú rannsóknarsvið til að hámarka líffræðileg áhrif lífvirkra efna úr sjávarfangi  

 
iStock_fishfarm

Hagkvæmni og gæði við vinnslu á eldisþorski Hófst: 1.1.2010  |  Lauk: 31.12.2010 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Í verkefninu er stefnt að því að skoða hversu mikil verðmæti tapast m.a. vegna loss í flökum, og fá staðfest hvaða áhrif mismunandi vöðvagæði hafa á vinnslu og frekari nýtingu eldisþorsks.

 

Verðmætarýrnun vegna galla í saltfiskafurðum Hófst: 30.12.2009  |  Lauk: 31.1.2012 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnis er að bæta gæði saltfiskverkunar

 
iStock_ger

Vinnsla á brauðgeri Hófst: 1.12.2009  |  Lauk: 31.12.2010 Nýsköpun og neytendur

Markmið verkefnis er að kanna möguleikana á því að framleiða bökunarger (pressuger).

 
Togarinn_Bessi_a_sjo

Badminton Hófst: 1.10.2009  |  Lauk: 16.9.2012 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að koma á fót öflugu nýsköpunar-og þróunarverkefni sem miðar að því að auka verðmæti sjávarafla sem veiddur er á línu.

 
iStock_tent

Matur & Sjálfbær ferðaþjónusta Hófst: 1.10.2009  |  Lauk: 15.5.2013 Nýsköpun og neytendur

Markmið verkefnisins er að beita þverfaglegu samstarfi til að auka umhverfislega, félagslega og hagræna sjálfbærni  í íslenskri ferðaþjónustu.

 
qualitytest

Sjálfvirk þrif í matvælavinnslu Hófst: 1.10.2009  |  Áætluð lok: 30.12.2010 Öryggi, umhverfi og erfðir

Þróuð verður og markaðssett tækni til sívirkra og sjálfvirkra þrifa í matvælavinnslu, sem er nýjung á alþjóðlega vísu.

 
iStock_waterglass

Gæðavatn - Greining mæligagna í gæðaeftirliti kalds vatns Hófst: 10.9.2009  |  Lauk: 17.6.2011 Mælingar og miðlun

Markmið verkefnisins er að svara spurningum um hvort marktækar breytingar hafi orðið á ýmsum örveru-, efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum neysluvatnsins á síðustu 12 árum í völdum vatnsveitum Orkuveitu Reykjavíkur.

 
iStock_brunhaena

Erfðafjölbreytni íslenskra landnámshænsna Hófst: 1.9.2009  |  Áætluð lok: 31.8.2011 Öryggi, umhverfi og erfðir

Megin markmið verkefnisins er að framkvæma greiningu á erfðafjölbreytni innan stofns íslensku landnámshænunnar með arfgerðargreiningu

 

Geymsluþol á reyktum síldarflökum Hófst: 26.8.2009  |  Lauk: 24.6.2010 Mælingar og miðlun

Megin markmið verkefnisins er að kanna geymsluþol reyktrar síldar sem pökkuð er í loftþéttar umbúðir og hvaða áhrif rotvarnarefnin bensóat og sorbat hafa á geymsluþolið.

 
Hangikjot

Þurrkað lambakjöt Hófst: 10.8.2009  |  Lauk: 15.2.2013 Nýsköpun og neytendur

Niðurstöður verkefnisins verða ráðleggingar og tillögur um frekar rannsóknarvinnu í því skyni að styrkja lambakjöts framleiðslu og framleiðslu á hefðbundnum þurrkuðu og reyktu lambakjöti.

 
kraeklingur-medtexta

Kræklingur tegundagreining Hófst: 1.8.2009  |  Áætluð lok: 1.11.2010 Öryggi, umhverfi og erfðir

Markmið verkefnisins var að geta greint blendinga af mismunandi tegundum kræklings

 
Surtsey

Landnám örvera í Surtsey Hófst: 10.7.2009  |  Lauk: 10.7.2010 Öryggi, umhverfi og erfðir

Í þessar rannsókn er markmiðið að safna mismunandi sýnum til að fá fram grófa mynd af útbreiðslu örvera í Surtsey með aðferðum sem eru nákvæmari og hafa ekki verið notaðar áður.

 
Fiskvinnsla-2

Sjálfvirk fjarlæging beingarðs úr hvítfiskflökum Hófst: 7.7.2009  |  Lauk: 4.10.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Þróuð verður tækni til þess að fjarlægja beingarð úr hvítfiskflökum með sjálfvirkum hætti

 
iStock_Surimi

Framleiðsla surimi úr aukaafurðum með „pH-shift“ ferli Hófst: 2.7.2009  |  Lauk: 19.8.2011 Líftækni og lífefni

Markmiðið er að þróa og setja upp vinnsluferil til að framleiða verðmætar og hágæða surimiafurðir úr ódýru og vannýttu íslensku hráefni með „pH-shift“ ferli. 

 
tilraunaglas

Bættur stöðugleiki og gæði fiskipróteina og peptíða Hófst: 1.7.2009  |  Lauk: 29.7.2011 Líftækni og lífefni

Markmið þessa verkefnis er að þróa vinnslulínu til að framleiða hágæða lífvirk ufsapeptíð og lágmarka oxun (þránun)

 
thorskur

BASECOD Hófst: 1.7.2009  |  Lauk: 30.8.2010 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að greina stöðu, markmið og ferli við framleiðslu þorskseiða

 
iStock_shrimp

Bestun á þíðingar- og ílagnarferli rækju til pillunar Hófst: 1.7.2009  |  Áætluð lok: 31.1.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að bæta rekstrargrundvöll rækjuiðnaðarins og samkeppnisstöðu íslenskrar rækjuvinnslu.

 
bygg

Matkorn Hófst: 1.7.2009  |  Lauk: 9.2.2012 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Viðfangsefnið er að hagnýta niðurstöður úr verkefninu Aukin verðmæti úr íslensku byggi, sem Framleiðnisjóður styrkti á árunum 2006-8, og koma notkun byggs á skrið í matvælaiðnaði.

 
Hver-2

Nýjar hverabakteríur Hófst: 1.7.2009  |  Lauk: 22.3.2012 Líftækni og lífefni

Markmið verkefnsins er að greina og lýsa nýjum bakteríutegundum.

 
Humarhótelið á Höfn

Móttökustöð lifandi sjávardýra Hófst: 15.6.2009  |  Lauk: 6.4.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að opna móttökustöð í Vestmannaeyjum fyrir lifandi sjávardýr en þar er aðgangur að hreinum sjó úr borholum nægur.

 
iStock_kraeklingur

Stytting ræktunartíma kræklings Hófst: 15.6.2009  |  Áætluð lok: 30.9.2010 Öryggi, umhverfi og erfðir

Að þróa aðferð við áframræktun kræklingsins á hengjum í sjó sem skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð.

 
kviar

Bestun á útsetningarstærð og tíma þorskseiða Hófst: 1.6.2009  |  Lauk: 22.6.2010 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Verkefnið miðar að því að draga úr afföllum þorskseiða á fyrsta ári í eldiskvíum.

 
Isafjadarkaupstadur

Íslenskir firðir: lífríki og þolmörk mengunar Hófst: 1.6.2009  |  Áætluð lok: 31.12.2011 Öryggi, umhverfi og erfðir

Meginmarkmið verkefnisins er að skilgreina náttúrlegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar sérstaklega m.t.t. uppsöfnunar lífrænna efna á botni og hugsanlegrar næringarefna auðgunar.

 
iStock_fiskisupa

Sælkerafiskur fyrir ferðalanga Hófst: 1.6.2009  |  Lauk: 30.8.2010 Nýsköpun og neytendur

Markmiðið er að auðvelda heimafólki og ferðamönnum að nálgast hráefni í sælkerafiskimáltíðir um allt land.

 
iStock_cook

Fiskur í mynd Hófst: 1.6.2009  |  Lauk: 31.12.2010 Nýsköpun og neytendur

Markmið verkefnisins er að efla neyslu íslensks sjávarfangs, auka verðmæti og jákvæðari ímynd þess innanlands sem utan.

 
iStock_pcr

Ichthyophonus hoferi sýking í síld og fleiri fiskum Hófst: 1.6.2009  |  Lauk: 1.12.2009 Öryggi, umhverfi og erfðir

Markmið verkefnisins var að setja upp einfalda PCR greiningaraðferð til að greina Ichthyophonus hoferi sýkilinn í sýktum fiski.

 
Health Scale

Greining áhættu-og ávinnings vegna neyslu matvæla Hófst: 31.5.2009  |  Lauk: 31.5.2011 Öryggi, umhverfi og erfðir

Markmið  þessa verkefnis er  að nýta þekkingu og reynslu á áhættu-og ávinningsgreiningu sem byggð hefur verið upp á öðrum fræðasviðum og aðlaga þær aðferðir að matvæla- og næringarfræði.

 
iStock_ysuvinnsla

Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar Hófst: 27.5.2009  |  Lauk: 30.6.2010 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið þessa verkefnis er að hanna og smíða búnað sem hreyfir sköfuhnífa flökunarvélar með tölvustýringu.

 
halibut-larvae

Bætt frjóvgun lúðuhrogna Hófst: 15.5.2009  |  Lauk: 31.7.2010 Vinnsla, virðisaukning og eldi

 
Saltfiskur

Saltfiskur-reglur um innihald Hófst: 1.5.2009  |  Lauk: 1.6.2010 Nýsköpun og neytendur

Markmið verkefnisins er að veita upplýsingar sem byggja á greiningum niðurstaðna um hlutverk og notkun á viðbættu fosfati í vinnslu á saltfiski

 
Braudadur_fiskur

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur Hófst: 1.5.2009  |  Lauk: 24.3.2010 Nýsköpun og neytendur

Markmið verkefnisins er að nýta ufsa í tilbúnar fiskafurðir fyrir markaði í Evrópu og á Íslandi.

 
hvannalomb

Bragð og beitarhagar Hófst: 1.5.2009  |  Lauk: 28.9.2011 Nýsköpun og neytendur

Verkefnið snýst um að rannsaka hvort munur er á eiginleikum og bragði lambakjöts eftir beitarhögum og uppruna lamba í þeim. 

 
iStock_lax

mtDNA raðgreining á löxum Hófst: 1.5.2009  |  Lauk: 30.11.2009 Öryggi, umhverfi og erfðir

Raðgreining var gerð á um 7800 bösum úr 10 mismunandi svæðum (genum) í mtDNA í laxi.

 
iStock_thang

Lífvirk efni úr sjávarfangi: frá uppruna til hvarfstöðva Hófst: 1.4.2009  |  Lauk: 23.12.2011 Líftækni og lífefni

Markmið verkefnisins er að rannsaka afdrif lífvirkra efna úr sjávarfangi frá hráefni til frumuviðtaka.

 
2007-02-zooplankton

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs Hófst: 1.4.2009  |  Lauk: 28.2.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Heildarmarkmið verkefnisins er að þróa og setja upp aðferðir til ræktunar á náttúrulegu dýrasvifi.

 
linubatur

Smábátar - Hámörkun aflaverðmætis Hófst: 30.3.2009  |  Lauk: 30.12.2010 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins er að stuðla að bættri meðferð þess hráefnis sem veitt er af smábátum þannig að hægt verði að nýta það í sem verðmætastar afurðir.

 
iStock_fiskibatur

Nýsköpun í sjávarútvegi á Norðurlöndunum Hófst: 30.3.2009  |  Lauk: 31.8.2009 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Verkefninu er ætlað að kortleggja helstu sóknarfæri fyrir nýsköpun í sjávarútvegi og skyldum greinum á Norðurlöndunum ásamt þeim fjármögnunarmöguleikum sem til staðar eru. 

 
Fismarkadur

Fiskmarkaður fyrir almenning Hófst: 15.3.2009  |  Lauk: 1.12.2009 Nýsköpun og neytendur

Kanna grundvöll fyrir því að koma á fót fiskmarkaði á Íslandi fyrir almenning og ferðamenn

 
iStock_barcode

e-REK Hófst: 1.3.2009  |  Lauk: 31.12.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnis er skilgreining, þróun, útfærsla og skilamat á rafrænu rekjanleikakerfi þar sem mismunandi upplýsingaveitur varðandi öryggi matvæla og upplýsingakerfi til stjórnunar fyrirtækja eru samhæfð.

 
iStock_seaurchin

Útflutningur ígulkerjahrogna til Japans Hófst: 20.2.2009  |  Lauk: 31.12.2009 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Höfuðmarkmið verkefnisins er að koma á arðvænlegum útflutningi á ígulkerjahrognum á Japansmarkað.

 
iStock_lifur

Verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar og kjötvinnslu Hófst: 1.2.2009  |  Lauk: 15.4.2012 Nýsköpun og neytendur

Verkefnið er um að auka vermæti og gjaldeyristekjur úr hliðarafurðum slátrunar- og kjötvinnslu Kaupfélags Skagfirðinga.

 
iStock_herring

Síld: erfðafræði og vinnslueiginleikar Hófst: 1.2.2009  |  Áætluð lok: 1.3.2012 Öryggi, umhverfi og erfðir

Markmið verkefnisins er að þróa erfðagreiningarsett með 20-25 birtum erfðamörkum og meta erfðabreytileika síldar

 
iStock_hotspring

Pan-Thermus-aðskilnaður tegunda Hófst: 1.2.2009  |  Áætluð lok: 1.2.2012 Líftækni og lífefni

Í þessu verkefni verða  erfðamengi þekktra tegunda Thermus raðgreind og  þau  könnuð m.t.t  og mismunandi umhverfisaðlagana. og tegundaaðskilnaðar.

 
ufsi-a-linu

Fituflegnar ufsaafurðir Hófst: 12.1.2009  |  Lauk: 1.10.2009 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmiðið með forverkefninu er að kanna hvort auka megi verðmæti með fitufláninu ufsaflaka.

 
iStock_stelpagraenmeti

Hollari neysluvenjur barna og unglinga Hófst: 1.1.2009  |  Lauk: 26.5.2011 Nýsköpun og neytendur

Tilgangur verkefnisins er að greina forgangsatriði í rannsóknum og starfsþjálfunar  sem gæti leitt til þess að börn og unglingar temji sér hollari matarvenjur

 
iStock_fiskur-litur

Litun á bleikjuholdi Hófst: 15.12.2008  |  Lauk: 29.4.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnis er að þróa lífrænt litarefni til holdlitunar á bleikju.

 
iStock_icecube

Sókn á ný mið Hófst: 15.9.2008  |  Lauk: 28.12.2010 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Meginmarkmið verkefnis er þróun nýs búnaðar og ferla við þíðingu á slægðum bolfiski til vinnslu.

 
iStock_conifer

Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi Hófst: 1.8.2008  |  Lauk: 2.12.2009 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnis er þróun framleiðslukerfis sem stuðlar að öruggri, stöðugri og hagkvæmri framleiðslu fæðudýra fyrir þorsk í eldi

 
Codlight-kviar

Norðurkví Hófst: 1.8.2008  |  Áætluð lok: 2.4.2012 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnis er að hanna og smíða sjókvíar sem uppfylla ýtrustu kröfur um styrk og þol fyrir Íslenskar aðstæður.

 
iStock_sandhverfa

Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi Hófst: 1.8.2008  |  Áætluð lok: 30.10.2012 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Meginmarkmið verkefnisins er að þróa aðferðir til þess að lækka framleiðslukostnað við eldi á sandhverfu

 
fiskimjol

Verðmæti og öryggi íslensks fiskimjöls Hófst: 1.8.2008  |  Áætluð lok: 30.6.2010 Öryggi, umhverfi og erfðir

Markmið verkefnis er að sýna fram á raunverulegt innihald af hættulegu (þ.e.a.s. eitruðu) arseni í íslensku fiskimjöli.

 
iStock_salt

Salcod - Áhrif mismunandi seltu á vaxtarhraða, fóðurnýtingu og líffræði þorsks Hófst: 1.7.2008  |  Lauk: 11.8.2012 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnisins eru að skilgreina áhrif seltu og seltubreytinga á vöxt þorska á þremur vaxtarstigum

 
iStock_fishfeed

Plöntumjöl í stað fiskimjöls í fóðri fyrir bleikju Hófst: 1.7.2008  |  Lauk: 30.9.2010 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Markmið verkefnis er að framleiða ódýrt fóður fyrir bleikju svo lækka megi framleiðslukostnað og auka arðsemi í bleikjueldi.

 
Árni Friðriksson

Hermun kæliferla – varmafræðileg hermun vinnslu- og flutningaferla Hófst: 1.6.2008  |  Áætluð lok: 3.9.2011 Vinnsla, virðisaukning og eldi

Bætt verklag og búnaðar tengdum vinnslu‐ og flutningi á sjávarafurðum með ferlagreiningu, tilraunum og tölvuvæddum varma‐ og straumfræðilíkönum (CFD líkönum).  

 
iStock_fiskifaeriband

Notkun prótein isolats við vinnslu og verkun á fiskafurðum Hófst: 22.5.2008  |  Áætluð lok: 22.5.2011 Líftækni og lífefni

Markmið verkefnisins er að þróa notkun próteinisolats frá ákveðnum framleiðenda í ferskan, frosinn og saltaðan fisk til að auka verðmæti afurða, s.s. nýtingu, stöðugleika og gæði.

 
Norway-Lutefisk-01

Nýr vinnsluferill fyrir framleiðslu á Lútfisk Hófst: 22.5.2008  |  Áætluð lok: 22.5.2010 Líftækni og lífefni

Markmið verkefnisins er að stytta vinnsluferil lútfisks úr 4 vikum í einn dag. eða minna og ná minnst 130% nýtingu við lútun á flökum.

 
Loftthurrkad_lambakjot

Loftþurrkað lambakjöt Hófst: 15.5.2008  |  Lauk: 12.5.2010 Nýsköpun og neytendur

Markmið verkefnisins er að þróa vörur úr loftþurrkuðu lambakjöti í samvinnu við bændur.  Verkefnið snýst jafnframt um að auka kunnáttu bænda á vinnslu og verkun lambakjöts í loftþurraðar afurðir

 
iStock_pipetta

Náttúruleg ensím og andoxunarefni úr aukaafurðum Hófst: 15.2.2008  |  Lauk: 29.12.2011 Líftækni og lífefni

Markmið þessa verkefnis er að þróa og rannsaka mismunandi nýjar próteasablöndur úr þorskslógi í þeim tilgangi að nota þær til framleiðslu á hydrolýsötum og peptíðum úr fiski með mjög mikla andoxunarvirkni. 

 
iStock_clam

Veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel Hófst: 15.9.2007  |  Lauk: 5.11.2010 Nýsköpun og neytendur

Markmiðið er að koma á stað veiðum, vinnslu og markaðsetningu á lifandi kúfskel.

 
MI-005283

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland Hófst: 1.1.1989 Öryggi, umhverfi og erfðir

Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program).