Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á sjávarfangi

Sama grundvallarlögmál gildir í öllum greinum matvælaframleiðslu, það er að gæði afurðanna fara eftir gæðum hráefnisins sem eru unnar úr. Af vondu leðri gjörast ei góðir skór segir í gömlum málshætti; það er ekki hægt að framleiða góða afurð úr lélegu hráefni.

Fiskur hefur verið veiddur, blóðgaður og slægður í hundruð ára á Íslandi. Vinnubrögðin hafa menn lært af sér reyndari mönnum. En þrátt fyrir að fiskur sé meðhöndlaður á svipaðan hátt í dag og gert var fyrir margt löngu þá vitum við samt ýmislegt sem forfeður okkar var ókunnugt um. Í því sambandi má nefna þekkingu okkar á örverum, þvotti, kælingu og órjúfanlegu samhengi þessara þátta varðandi geymsluþol og gæði afurða.

Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson, fagstjóri hjá Matís.