Fréttir og viðburðir

Shutterstock_300979883

Afurðir íslenskra geita henta í matvæli - 3.3.2021 Fréttir

Um þessar mundir má finna fjölbreyttar umfjallanir og líflegar umræður um geitfjárrækt á ýmsum frétta- og samfélagsmiðlum. Kveikjan að þessu var umsögn með höfnun sem barst umsækjanda í Matvælasjóð en sá var eini umsækjandinn úr hópi geitfjárræktenda á Íslandi. Umsögnin hefur fengið töluverða athygli vegna þess að hún þykir bera merki um fordóma og fáfræði umsagnaraðila á stöðu geitfjárræktarinnar hér á landi í dag.  

Lesa meira
Kokkabok-kerfi

Matreiðslubók fyrir kerfisbreytingar – Norrænar nýsköpunaraðferðir fyrir sjálfbær matvælakerfi - 25.2.2021 Fréttir

Á dögunum kom út heldur óhefðbundin matreiðslubók á vegum Norrænu Ráðherranefndarinnar sem Matís hafði aðkomu að. Í bókinni sem ber heitið Matreiðslubók fyrir kerfisbreytingar – Norrænar nýsköpunaraðferðir fyrir sjálfbær matvælakerfi er rætt um mikilvægar kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað til að greiða fyrir nýsköpun í matvælakerfum svo við getum tekist á við þær samfélagslegu áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir. 

Lesa meira
Cooking

Matarsmiðjan - 18.2.2021 Fréttir

Hjá Matís er starfrækt svokölluð matarsmiðja. Matarsmiðjan er í raun eldhús og vinnsluaðstaða með fjölbreyttum búnaði, tækjum og áhöldum til taks þannig að mögulegt er að stunda margvíslega matvælavinnslu í aðstöðunni. Vinnslan getur farið fram að því gefnu að hún hafi fengið tilskilin leyfi til rekstursins eða vottun.

Einn þeirra frumkvöðla sem unnið hefur að sínum verkefnum í Matarsmiðjunni er Eva Rún Jensdóttir hjá Cooking Harmony  

Lesa meira
Mulinn

Múlinn samvinnuhús – nýtt húsnæði Matís í Neskaupstað - 12.2.2021 Fréttir

Flutningar eru hafnir á starfsstöð Matís á Austurlandi. Þeir fjórir starfsmenn sem þar starfa eru um þessar mundir að flytja sig um set yfir í nýtt húsnæði sem hefur fengið nafnið Múlinn samvinnuhús en það var tekið í gagnið um áramót. 

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir