Fréttir og viðburðir

1-2-

Matarsmiðjan - 26.11.2020 Fréttir

Hjá Matís er starfrækt svokölluð matarsmiðja. Matarsmiðjan er í raun eldhús og vinnsluaðstaða með fjölbreyttum búnaði, tækjum og áhöldum til taks þannig að mögulegt er að stunda margvíslega matvælavinnslu í aðstöðunni. Vinnslan getur farið fram að því gefnu að hún hafi fengið tilskilin leyfi til rekstursins eða vottun.

Tveir þeirra frumkvöðla sem unnið hafa að sínum verkefnum í Matarsmiðjunni eru Daníel Jón Jónsson og Fannar Alexander Arason hjá Klakavinnslunni. 

Lesa meira
Bjor_og_bygg

Virðiskeðjan frá byggi til bjórs - 26.11.2020 Fréttir

Matís ohf hefur á undanförnum árum staðið að verkefnum um virðiskeðju korns frá kornskurði til framleiðslu matvæla. Flest þessi verkefni hafa fjallað um íslenskt bygg, gæði þess, efnainnihald og virðisaukningu með framleiðslu matvara. 

Lesa meira
IMG_8837

Aðstaða til fiskeldisrannsókna hjá Matís : MARS - 25.11.2020 Fréttir

Matís hefur yfir að ráða góðri aðstöðu og öflugu liði sérfræðinga á sviði fiskeldisrannsókna, þá sér í lagi hvað varðar fóður og atferli fiska.

Lesa meira
Pasta1

Er notkun sveppapróteins eitt skref í átt að sjálfbærari og heilsusamlegri matarvenjum? - 24.11.2020 Fréttir

Með síaukinni fólksfjölgun og vitundarvakningu um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu í heiminum hefur þörfin fyrir þróun nýrra innihaldsefna einnig aukist. Samhliða þessu heldur matvælaiðnaðurinn áfram að leitast við að mæta kröfum neytenda um gæði og næringargildi matvæla. Út frá þessu hefur verið skoðað hvort nýta megi líftækni til að þróa próteinríkt innihaldsefni í mat og mæta þar með eftirspurninni sem er eftir aukinni sjálfbærni og heilnæmi í matvælum.

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir