Umhverfismál

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Umhverfismál

Nýjar áskoranir og samfélagsábyrgð

Í kjölfar vitundarvakningar í umhverfismálum eru flest fyrirtæki farin að huga að umbótum í framleiðsluferli sínu og vöruþróun. Stærstur hluti verkefna Matís eru á einhvern hátt tengd umhverfismálum, hvort sem það er bætt nýting hráefna og minni sóun, að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eða mælingar og vöktun á umhverfisþáttum.

Umhverfisrannsóknir og mengunarmælingar

Matís tekur að sér skipulagningu, sýnatöku, mælingar og skýrslugerð vegna umhverfisvöktunar á iðnaðarsvæðum. Verkefni á þessi sviði eru annars vegar til komin vegna gruns um tilfallandi mengun frá starfseminni eða eru liður í reglulegri umhverfisvöktunaráætlun fyrirtækja til að meta þau áhrif á umhverfið sem starfsemi þeirra veldur.

Lyktarmengun

Ef upp kemur grunur um lyktarmengun er gagnlegt að fá óháðan aðila til að greina og lýsa menguninni. Skynmatshópur Matís aðstoðar við að greina hvort lyktarmengun sé til staðar og þá í hvaða styrk, auk þess að gefa lýsingar á lyktinni. Einnig er í sumum tilfellum hægt að mæla tiltekin mengunarvaldandi efni í lofti.

Bestun framleiðsluferla og lífsferilsgreining

Matís vinnur með fyrirtækjum í matvæla- og líftækniiðnaði að bestun framleiðsluferla með það að markmiði að lágmarka kostnað og hámarka framleiðslu. Einnig kemur Matís að greiningu umhverfisáhrifa með lífsferilsgreiningu (Life Cycle Assessment) þar sem vörur eða framleiðsluferli eru metin með tilliti til áhrifa á umhverfið.

Vantar þig ráðgjöf varðandi umhverfismál?