Okkar rannsóknir - allra hagur
Matís er ekki aðeins öflugt rannsókna- og þekkingarfyrirtæki á íslenskan mælikvarða heldur stenst Matís fyllilega samanburð við sambærileg erlend fyrirtæki og stofnanir. Sem dæmi er leitun að fyrirtæki með jafn mikla og víðfeðma þekkingu og reynslu innanborðs á rannsóknum sem tengjast sjávarfangi. Á því sviði má segja að Matís sé með allra fremstu fyrirtækjum í heiminum.
Starfsfólk Matís hefur áralanga reynslu af rannsóknum á matvælum og lífefnum, því er þekking og reynsla á þessu sviði meginstyrkur fyrirtækisins.
Frá upphafi hefur alþjóðlegt rannsókna- og þróunarstarf Matís og þátttaka í erlendum verkefnum aukist jafnt og þétt og er nú orðið stór hluti af starfsemi þess. Starfsfólk Matís býr í senn yfir menntun og víðtækri reynslu sem nýtist í verkefnatengslum í nánast öllum heimsálfum. Þessi sókn á erlend mið er nauðsynleg til að viðhalda öflugu starfi Matís og tengja starfsemina enn frekar við sterka rannsókna- og þróunarhópa erlendis. Alþjóðlegt samstarf er lykillinn að frekari framþróun rannsókna til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.
Matís er þekkingar- og vísindasamfélag sem byggir á sterkum rannsóknainnviðum og samstarfi, með það að markmiði að hámarka áhrif fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun.
Starfsemi Matís er skipt í fjögur fagsvið:
- Anna K. Daníelsdóttir, Ph.D. - sviðsstjóri, Rannsóknir og nýsköpun
- Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Ph.D. - sviðsstjóri, Mæliþjónusta og innviðir
- Jón Haukur Arnarson, M.Sc. - sviðsstjóri, Rekstur
Aðrir stjórnendur
- Oddur M. Gunnarsson - forstjóri
- Hörður G. Kristinsson, Ph.D. - rannsókna- og nýsköpunarstjóri