Fagsviði Matís er skipt í átta rannsóknahópa, þar sem sérfræðingar mynda þann þekkingargrunn og þá kjarnastarfsemi, sem þarf til úrlausnar þeirra margvíslegu rannsókna- og nýsköpunarverkefna sem unnin eru á hverjum tíma: Lífefni, Líftækni, Erfðir, Efnamælingar, Lífmassi og mælingar, Sjálfbærni og eldi, Örverur og Virðiskeðju. Fagsviðið inniheldur auk þess tvo hópa af sérfræðingum í mælingum, annars vegar á örverum og hins vegar á efnum, en innan þessara hópa er sérstaklega horft til greininga á öryggi, heilnæmi og næringargildi matvæla og skyldra afurða. Báðir mælingahóparnir styðja við úrlausn rannsóknaverkefna sem og að þjónusta atvinnulífið með mælingum, ráðgjöf og upplýsingum.

Oft er þörf fyrir margvíslegan þekkingargrunn við úrlausn hinna fjölbreyttu verkefna Matís og því vinna sérfræðingar innan mismunandi faghópa gjarna saman að því að móta verkefnin og framkvæma þá rannsókna-, mælinga- og nýsköpunarvinnu sem þarf; allt til hagsbóta fyrir atvinnulífið sem Matís þjónustar.    

Fagsvið – sviðsstjóri: Guðmundur Stefánsson

Fagstjórar

Starfsemi Matís er skipt í þrjú áherslusvið

Okkar rannsóknir – allra hagur

Matís er ekki aðeins öflugt rannsókna- og þekkingarfyrirtæki á íslenskan mælikvarða heldur stenst Matís fyllilega samanburð við sambærileg erlend fyrirtæki og stofnanir. Leit er að fyrirtæki á alþjóðavettvangi með jafn mikla og víðfeðma rannsóknar- og nýsköpunarþekkingu á sjávarfangi og starfsfólk Matís býr yfir. Því má segja að Matís sé með allra fremstu fyrirtækjum í heiminum á sínu sviði.

Starfsfólk Matís hefur áralanga reynslu af rannsóknum á matvælum og lífefnum, því er þekking og reynsla á þessu sviði meginstyrkur fyrirtækisins.

Frá upphafi hefur alþjóðlegt rannsókna- og þróunarstarf Matís og þátttaka í erlendum verkefnum aukist jafnt og þétt og er nú orðið stór hluti af starfsemi þess. Starfsfólk Matís býr í senn yfir menntun og víðtækri reynslu sem nýtist í verkefnatengslum í nánast öllum heimsálfum. Þessi sókn á erlend mið er nauðsynleg til að viðhalda öflugu starfi Matís og tengja starfsemina enn frekar við sterka rannsókna- og þróunarhópa erlendis. Alþjóðlegt samstarf er lykillinn að frekari framþróun rannsókna til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.

Matís er þekkingar- og vísindafyrirtæki í þágu atvinnulífsins sem stuðlar að auknum verðmætum úr lífauðlindum landsins, eflingu matvælaframleiðslu og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og afurða sem og sjálfbærni og umhverfisvernd.

Nokkur verkefni

IS