Fréttir

Gæði og vinnsla búfjárafurða – námskeið Matís og LBHÍ

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Námskeiðið er um samsetningu, meyrni, bragðgæði, sérkenni og eiginleika hráefna til matvælavinnslu og afurða úr íslenskri búfjárrækt. Tekið út frá innlendum og alþjóðlegum rannsókna og þróunarefnum á síðustu áratugum svo og lögum og reglugerðum.

Að loknu námskeiðinu munu nemendur hafa yfirsýn yfir kjöt- og mjólkurframleiðslu og yfir helstu vinnsluaðferðir og afurðir á Íslandi. Einnig hvað einkennir þær og gerir þær sérstakar út frá samsetningu, bragðgæðum og út frá hefðum og aðstæðum á Íslandi. Nemendur munu einnig gera sér grein fyrir matvælaöryggis og stjórnunar á mikilvægum eftirlitsstöðum við framleiðslu og kjöt- og mjólkurvörum. Loks munu nemendur vita hvað þarf til að stofna fyrirtæki í smáframleiðslu matvæla, eða heimaframleiðslu og hvað þarf til og hvernig sótt er um starfsleyfi til heilbrigðisyfirvalda. Einnig fá þeir yfirlit yfir vöruhönnun, vöruþróun, gerð viðskiptaáætlunar, val á umbúðum og umbúðamerkingar í tengslum við smáframleiðslu matvæla út frá sérkennum, staðbundum aðstæðum, hefðum og menningu.

Nánari upplýsiingar um námskeiðið má finna hér og hjá Guðjóni Þorkelssyni sviðsstjóra hjá Matís.