Geymsluþol á reyktum síldarflökum
Megin markmið verkefnisins er að kanna geymsluþol reyktrar síldar sem pökkuð er í loftþéttar umbúðir og hvaða áhrif rotvarnarefnin bensóat og sorbat hafa á geymsluþolið.
Meginmarkmið verkefnisins er að kanna geymsluþol reyktrar síldar sem pökkuð er í loftþéttar umbúðir og hvaða áhrif rotvarnarefnin bensóat og sorbat hafa á geymsluþolið.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Egilssíld ehf. sem er matvælafyrirtæki sem stofnað var 1954 og hefur alla tíð verið staðsett á Siglufirði. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á fullvinnslu sjávarafurða og hefur m.a. framleitt gaffalbita, niðursuðuvörur úr sjávarfangi en síðari ár hefur framleiðslan einkum verið reyktur lax og reykt síld pakkað í lofttæmdar umbúðir.
Starfsmaður
-
Margeir Gissurarson
Verkefnastjóri
margeir.gissurarson ( hjá ) matis.is
+354 422 5093
Styrkt af
- AVS
Samstarfsaðilar
- Egilssíld ehf