Vinnuhópur um fjölstofna hafvistkerfalíkön
Meginmarkmið þessa verkefnis er að koma á fót samstarfi vísindamanna með sérþekkingu á sviði vistkerfalíkanna til að hanna rannsóknarverkefni og skrifa tillögur að fjármögnun þess.
Verkefnastjóri
-
Anna Kristín Daníelsdóttir
Aðstoðarforstjóri
anna.k.danielsdottir ( hjá ) matis.is
+354 422 5014
Meginmarkmið þessa verkefnis er að koma á fót samstarfi vísindamanna með sérþekkingu á sviði vistkerfalíkana til að hanna rannsóknarverkefni og skrifa tillögur að fjármögnun þess. Samstarfshópurinn mun stuðla að því að hanna rannsóknarverkefni með það markmið að þróa módel fyrir vistkerfi sjávar í Norður-Atlantshafi til að bera saman frammistöðu fjögurra nálgunaraðferða sem miða að því að bæta vistkerfastjórnun á auðlindum hafsins og til þess að gera tillögur að verkefnaumsóknum fyrir rannsóknasjóði; innlenda, norrænna og alþjóðlega sjóði.
Athygli var vakin á þörfinni fyrir þetta verkefnið hjá NAMMCO (North Atlantic Marine Mammal Commission) þegar ráðið fundaði á síðastliðnu ári (2009) þar sem ráðið samþykkti með hæsta forgang, fyrirhugaða áætlun vísindaráðs þess að stefna á 2ja ára rannsóknaráætlun með tveimur nálgunum í vistkerfamódelgerð á einu eða tveimur svæðum í norðaustur-Atlantshafi (Barentshafi og mögulega einnig á Íslandi).
Samstarfsaðilar
- North Atlantic Marine Mammal Commission
- University of Oslo
- Hafrannsóknarstofnunin
- Háskóli Íslands
- Museum of Natural History - Faroe Islands