Ichthyophonus hoferi sýking í síld og fleiri fiskum
Markmið verkefnisins var að setja upp einfalda PCR greiningaraðferð til að greina Ichthyophonus hoferi sýkilinn í sýktum fiski.
Verkefnastjóri
-
Sigríður Hjörleifsdóttir
Fagstjóri
sigridur.hjorleifsdottir ( hjá ) matis.is
+354 422 5113
Markmið verkefnisins var að setja upp einfalda PCR greiningaraðferð til að greina Ichthyophonus hoferi sýkilinn í sýktum fiski. Rannsakað var hvort að munur sé á Ichthyophonus hoferi sýklinum sem sýkir síld og sem sýkir skarkola. Einnig var ætlunin að rannsaka hvort að Ichthyophonus hoferi finnist í þorski sem étið hafði sýkta síld en mikið af síld hefur fundist í þorskmögum að undanförnu. Ef Ichthyophonus hoferi greinist í þorski verður kannað hvort að sýkillinn finnst í holdi þorsksins.
Skýrsla Matís 35-09 Lokaskýrsla verkefnisins
Verkefninu lauk 1.12.2009
Styrkt af
- AVS - rannsóknasjóður í sjávarútvegi
Samstarfsaðilar
- MAST - matvælastofnun