Útflutningur ígulkerjahrogna til Japans
Höfuðmarkmið verkefnisins er að koma á arðvænlegum útflutningi á ígulkerjahrognum á Japansmarkað.
Höfuðmarkmið verkefnisins er að koma á arðvænlegum útflutningi á ígulkerjahrognum á Japansmarkað. Nýrri frystitækni verður beitt til að tryggja gæði hrognanna á markaði og þar með hæsta verð auk þess að auðvelda flutning, skera niður kostnað við hann og ná þar með höfuðmarkmiði verkefnisins. Verkefnisstjóri er Eggert Halldórsson, Marbroddi ehf. Hann er, í samstarfi við Ingólf Sveinsson, ábyrgur fyrir heildarframgangi verkefnisins. Stærstur hluti vinnu við greiningar og tilraunir er unninn af Matís. Lárus Þorvaldsson, M.Sc. í verkfræði mun bera hitann og þungann af þeirri vinnu. Matís mun sjá um bókhaldsumsjón.
Starfsmaður
-
Lárus Þorvaldsson
Sérfræðingur
larus.thorvaldsson ( hjá ) matis.is
+354 422 5086
Styrkt af
- AVS - Rannsóknarsjóður í sjávarútvegi
Samstarfsaðilar
- Marbroddur ehf
- The Humber Seafood Institute - Grimsby. UK
- Úflutningráð Íslands