Meðferð persónuupplýsinga

Matís hefur sett sér stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga til að tryggja að fyrirtækið fari eftir lögum um persónuvernd og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna. Hér á eftir útskýrum við hvernig við verndum gögnin þín og hvaða þýðingu það hefur fyrir þig.

Vefmælingar

Matís notar vefmælingatólið Google Analytics til mælinga á vefsvæðum fyrirtækisins. Við hverja komu inn á vefi Matís eru örfá atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Slíkar upplýsingar eru eingöngu notaðar við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir o.fl. Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við persónugreinanlegar upplýsingar.

Hlekkir

Vefsíður Matís geta innihaldið hlekki á aðrar vefsíður. Matís gerir sitt ýtrasta til að athuga alla beina hlekki á vefsíðum sínu en ber þó ekki ábyrgð á efni vefsíða sem tengst er með hlekkjum. Matís ber enga ábyrgð á efni vefsíðna sem tengjast með hlekkjum á vefsíður Matís.

SSL skilríki

Vefir Matís eru með SSL skilríki til að gera samskipti og gagnaflutning í gegnum þá öruggari. SSL skilríki veita vörn gegn því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum síður Matís, eins og t.d. lykilorð eða greiðslu- og bankaupplýsingar. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðla dulkóðaðar, og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað, á öruggan máta.

Takmarkanir 

Matís áskilur sér rétt til að breyta ofangreindum reglum um persónuvernd þegar þurfa þykir í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Við slíkar breytingar þurfa allir notendur vefsvæða Matís að samþykkja skilmálana á nýjan leik.