Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

IMG_2713

Sjálfbær framleiðsla próteingjafa úr örþörungum - 17.2.2020

Verkefnið Energy-2-Feed fór formlega af stað í Matís á Vínlandsleið í síðustu viku. Markmið verkefnisins er að þróa sjálfbæra prótein- og fitugjafa úr örþörgungum sem innihalda mikið magn af ómega-3 fitusýrum. Örþörungaræktunin notast við hreina orkugjafa og náttúrulegan koltvísýring.

Screenshot-2020-02-11-at-13.16.41

Mikilvægi örveruflóru hafsins - 12.2.2020

Þann 5. febrúar síðastliðinn var gefin út sérstök stefnulýsing, eða vegvísir, fyrir rannsóknir á örveruflóru Atlantshafsins. AORA (Atlantic Ocean Research Alliance) stendur fyrir þessari útgáfu, en það eru samtök um hafrannsóknir í Atlantshafi sem Bandaríkin, Kanada og Evrópusambandið eru aðilar að.

Matís auglýsir eftir starfsfólki í Vestmannaeyjum og á Akureyri - 3.2.2020

Matís ohf. leitar að tveimur sérfræðingum til starfa, annars vegar á Akureyri og hins vegar í Vestmannaeyjum. Starfið felur að mestu í sér vinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni á starfssviði Matís.

Meistaravörn í matvælafræði –Kaldhreinsun á olíu úr átu og uppsjávarfiskvinnslu - 29.1.2020

Jónas Baldursson, meistaranemi í matvælafræði, heldur opinn fyrirlestur í tengslum við meistaravörn sína á verkefninu „Kaldhreinsun á olíu úr átu og uppsjávarfiskvinnslu. Áhrif hitastigs á kaldhreinsun á verðmætum fitusýrum úr hliðarstraumum fiskmjöls og lýsisvinnslu".

Hvernig bragðast lax sem étur skordýr? - 22.1.2020

Í dag fer fram formleg smökkun á eldislaxi í húsakynnum Matís ohf. Það sem gerir þennan lax sérstaklega áhugaverðan er að hann var alinn á fóðurblöndu sem inniheldur skordýr.

Screenshot-2020-01-20-at-09.42.24

Kortlagning hitastigs í ferskfisksvinnslu við mismunandi forkæliaðferðir - 20.1.2020

Styrmir Svavarsson mun flytja meistarafyrirlestur sinn í vélaverkfræði í Matís í dag klukkan 14:30.

Þrjú verkefni leidd af Matís hljóta styrk frá Rannsóknasjóði - 17.1.2020

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2020.

Breyttur opnunartími á föstudögum - 3.1.2020

Frá og með 1. janúar 2020 verður opið til 15:00 á föstudögum hjá Matís.

Fiskolíur sem hluti af viðarvörn - 20.12.2019

Niðurstöður verkefnis sem unnið var að í Matís leiddu í ljós að fiskolíur og olíur úr uppsjávarfiski henta vel sem viðarvörn.

Síða 1 af 188

Fréttir