Fréttasafn: nóvember 2002
Fyrirsagnalisti

Noregur: Úthlutun laxeldisleyfa veldur deilum
Sú ákvörðun norska sjávarútvegsráðuneytisins fyrr í vikunni að úthluta 50 nýjum leyfum til laxeldis á næsta ári er umdeild. Þeir sem fyrir eru í greininni segja ákvörðunina vera óráð.

Lýðfræðilegar breytingar kalla á breytta markaðssetningu
Lýðfræðileg (demographic) samsetning Evrópu breytist hratt og kallar á nýjar áherslur við markaðssetningu á vöru og þjónustu, ekki hvað síst er varðar matvöru. Eftir því sem íbúar álfunnar eldast aukast kröfur um heilnæmi matvæla.

Tracefish: Staðlar til auðvelda viðskipti með fisk.
Nýlega var haldinn á Spáni lokafundur í Tracefish-verkefninu, en það fjallar um rekjanleika á fiski og var því skipt í þrennt: rekjanleiki villts fisks, rekjanleiki eldisfisks og tæknihópur. Rf var þátttakandi í vinnnu við staðalinn fyrir villtan fisk.

Ágæt aðsókn í Evrópuhús 2002.
Um helgina var s.k. Evrópuhús 2002 í Perlunni, þar sem fyrirtæki og stofnanir kynntu þau verkefni sem þau hafa unnið að og styrkt hafa verið af Evrópusambandinu. Rf tók þátt í kynningunni.

Rf tekur þátt í Evrópuhúsi í Perlunni
Um helgina verða margar stofnanir með kynningu á verkefnum sem þær hafa unnið að á s.l. árum og styrkt hafa verið af ESB. Kallast kynningin Evrópuhús 2002 og stendur yfir á laugardag og sunnudag á milli kl. 13-17. Allir eru velkomnir.

Noregur: Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnkar.
Fyrstu 10 mánuði ársins fluttu Norðmenn út sjávarafurðir fyrir um 280 milljarða íslenskra króna. Það er um 20 milljörðum króna lækkun útflutningsverðmæta frá sama tímabili í fyrra. Mestu munar um minni tekjur af útflutningi á þorski og lax til ESB-landa.

Þorskstofnar í Norðursjó að hruni komnir
Í dag mun hópur vísindamanna birta niðurstöður um ástand þorskstofna og annarra tegunda í Norðursjó. Vísindamennirnir munu væntanlega kynna þá niðurstöðu að þorskstofnarnir á svæðinu séu að hruni komnir.

Lúðusjómenn í N-Ameríku hræddir við samkeppni frá eldisfyrirtækjum
Sjómenn á lúðuveiðiskipum í N-Ameríku og Kanada vilja að veiðitímabilið verði lengt á næstu árum. Þeir segja að annars muni eldislúða verða allsráðandi á mörkuðum fyrir þennan fisk innan 10 ára.
Fréttir
-
2021
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember