Fréttasafn: 2002 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Skýrslur Rf um þungmálma komnar á netið - 20.8.2002

Tvær skýrslur um niðurstöður mengunarvöktunar á lífríki sjávar við Ísland, sem Rf gaf út í s.l. viku, og vakið hafa talsverða athygli, eru nú komnar á netið. Veljið

Styrkur þungmálma í hafinu við Ísland undir viðmiðunarmörkum - 14.8.2002

Í samanburði við önnur hafssvæði er styrkur þungmálma í hafinu umhverfis Ísland almennt undir viðmiðunargildum Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Undantekning á þessu er þó kadmín, sem mælist hátt í lífríki sjávar hér við land.

Rf leitar að fjármálastjóra - 13.8.2002

Rf óskar eftir að ráða fjármálastjóra. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf á stærstu matvælarannsóknastofnun landsins. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst n.k.

Hundadagar og matarsjúkdómar - 16.7.2002

Samkvæmt íslenska almanakinu kallast tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst hundadagar. Egyptar og Grikkir í fornöld trúðu því m.a. að hundar yrðu galnir um þetta leyti og jafnvel mannfólkið líka, en þessi árstími hefur einnig lengi verið tengdur matarsjúkdómum.

Er nútímamataræði að ganga af mannkyninu dauðu? - 10.7.2002

Á s.l. 4 milljónum ára hefur maðurinn þróast í það að verða fullkomnasta átvagl jarðarinnar, þ.e. sú tegund sem étið getur fjölbreyttasta fæðu allra tegunda. Nútímamataræði og þá sérstaklega aukin áhersla á hverskonar megrunarkúra er að snúa þessari þróun við.

Evrópsk – amerísk vísindaráðstefna á Íslandi 2003 - 20.6.2002

Fyrirhugað er að halda næstu alþjóðlegu ráðstefnu Evrópusamtakanna WEFTA á Íslandi í júní 2003 í samvinnu við Ameríkusamtökin AFTC. Rf sér um undirbúning ráðstefnunnar sem haldin verður í Reykjavík. Ráðstefnan er titluð Trans Atlantic Fisheries Conference 2003 eða TAFT 2003

Breyting á gjaldskrá Rf - 19.6.2002

Ný gjaldskrá Rf tók gildi 10.júní sl. eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum. Gjaldskráin hefur verið endurskoðuð og tillit tekið til hækkunar á verðlagi frá ársbyrjun árið 2000, en þá var síðast gerð breyting á gjaldskrá Rf

Allir út að grilla - 13.6.2002

Hvernig er best að bera sig að við að elda á grillinu í sumar, hvað ber helst að varast?

Hreinlæti í mjólkuriðnaði - Norrænt samstarfsverkefni - 12.6.2002

Vinnufundur verður haldinn við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Akureyri í norrænu samstarfsverkefni sem heitir

Yfirlit yfir fiskeldi í löndum ESB - 21.5.2002

Evrópusambandið sendi nýlega frá sér bækling þar sem teknar eru saman upplýsingar um fiskeldi í einstökum ríkjum sambandsins, helstu tegundir, magn þeirra og verðmæti. Bæklingurinn er ágætt, einfalt yfirlit yfir þessa atvinnugrein í löndum ESB - Skoða PDF

Síða 3 af 6

Fréttir