Fréttasafn: 2004 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Ókeypis ferðir á Haustfund Rf á föstudaginn. - 9.11.2004

Eins og komið hefur fram mun Rf halda Haustfund 2004 í Saltfisksetrinu í Grindavík n.k. föstudag kl: 13-17. Til að auðvelda fólki að sækja fundinn hyggst Rf bjóða upp á rútuferðir til og frá Grindavík á fundardaginn.

Haustfundur Rf 2004 í næstu viku - 3.11.2004

Rf heldur ársfund sinn föstudaginn 12. nóv. og verður hann haldinn í Saltfisksetrinu í Grindavík. Auk sérfræðinga frá Rf munu margir góðir gestir taka þátt í fundinum, þ.á.m. tveir erlendir fyrirlesarar. Fundurinn stendur frá kl. 13 -17.
Afmaeliskaka

Tveir starfsmenn Rf útskrifast með meistarapróf frá H.Í. - 26.10.2004

Laugardaginn 23. október sl. brautskráðust 302 kandídatar frá Háskóla Íslands og þar á meðal voru tveir starfsmenn Rf sem lauku meistaraprófi. Þetta eru þær Birna Guðbjörnsdóttir og Helga Halldórsdóttir.
Rannsókna- og þróunarsetrið Akureyri

Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri tekið í notkun í dag. - 22.10.2004

Nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús HA verður formlega tekið í notkun í dag. Fyrir utan að vera viðbót við húsnæði HA, verða ýmsar rannsóknastofnanir, þ.á.m. Rf, með aðstöðu í húsinu.
Eldisþorskur

Ný skýrsla frá Rf um gæðamat í þorskeldi - 21.10.2004

Íslendingar, eins og reyndar fleiri þjóðir, horfa nú vonaraugum til fiskeldis og þá sérstaklega eldis sjávarfiska eins og þorsks og lúðu. Nokkur útgerðarfyrirtæki hafa reynt fyrir sér með áframeldi þorsks, sem veiddur hefur verið snemma vors og síðan alinn í sjókvíum. Í áframeldinu hefur fiskurinn stundum tvöfaldað þyngd sína, en los í holdi hefur valdið vandræðum. Um þetta er m.a. fjallað í nýrri skýrslu frá Rf, sem nefnist Framtíðarþorskur: Gæðamat á eldisþorski. Höfundur skýrslunnar er Soffía Vala Tryggvadóttir
Fiskeldi í sjókvíum

Mikill áhugi á fiskeldisráðstefnu næsta föstudag. - 20.10.2004

Fiskeldishópur AVS og Landsamband fiskeldisstöðva, halda ráðstefnu á Hótel Loftleiðum, næstkomandi föstudag, 22. október. Á ráðstefnunni verður athyglinni einkum beint að vænlegum eldistegundum í íslensku fiskeldi og stöðu einstakra eldistegunda og þörfinni fyrir rannsókna- og þróunarvinnu. Á annað hundruð manns hafa þegar boðað þátttöku.

Blóðgun og slæging

Mælingar sýna að mengun í fiski á Íslandsmiðum er langt undir viðmiðunarmörkum. - 8.10.2004

Að beiðni Sjávarútvegsráðuneytisins hefur Rf tekið saman skýrslu um magn óæskilegra aðskotaefna í sjávarafurðum af Íslandsmiðum. Er skýrslan byggð á viðamiklum mælingum sem gerðar voru í fyrra og fram haldið á þessu ári. Tilgangurinn með þessum rannsóknum er að kanna ástand þessara mála hér við land og að hafa haldbær vísindaleg gögn til að geta svarað fullyrðingum um meinta hættu sem stafar af neyslu sjávarafurða, en slíkar upphrópanir gerast nú æ tíðari, t.d. í fjölmiðlum.

Á Þjónustusviði Rf

Árlegri úttekt á gæðakerfi og faggildingu Þjónustusviðs lokið: Rf stóðst prófið með láði. - 28.9.2004

Árleg úttekt SWEDAC (sænsku löggildingarstofnunarinnar) á gæðakerfi og faggildingu mælinga á Þjónustusviði Rf í Reykjavík og á Neskaupstað var gerð í gær. Voru úttektaraðilar ánægðir með það sem þeir sáu og heyrðu á Rf.

Alþjóðleg ráðstefna um heilnæmi og öryggi matvæla í október. - 22.9.2004

Dagana 14-15 október verður ráðstefnan Safe and Wholesome Food: Nordic reflections, haldin á Nordica hótelinu í Reykjavík. Á meðal gestafyrirlesara eru háttsettir aðilar frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og hinni nýju Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA).

Nýjung á vefsíðu Rf: í umræðunni - 16.9.2004

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á vefsíðu Rf að safna saman undir einn hatt skýrslum o.fl. efni sem hvað mest er í deiglunni hverju sinni og snertir Rf. Er þennan nýja málaflokk að finna til hægri á síðunni undir heitinu í umræðunni
Síða 2 af 7

Fréttir