Fréttasafn: 2004 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Vel heppnaður fundur um hreinlæti í mjólkuriðnaði - 10.9.2004

Á milli 30-40 manns sóttu fund um hreinlæti í mjólkuriðnaði, sem Rf, ásamt VTT Biotechnology í Finnlandi, stóðu að. Fundurinn var styrktur af Norræna nýsköpunarmiðstöðinni, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á fundinum.
Námskeið í Billingsgate markaðinum, London

Greinar frá Rf um ferskfiskmat og vinnslu lífvirkra peptíða í nýasta tbl. Ægis. - 8.9.2004

Í sjöunda tbl. Ægis 2004 er að vanda að finna ýmsa forvitnilega umfjöllun sem tengist sjávarútvegi og vinnslu sjávarfangs. Þar á meðal eru tvær greinar eftir sérfræðinga Rf, sú fyrri um þörfina á samræmdu mati á ferskleika fisks og sú seinni um vinnslu lífvirkra peptíða úr sjávarfangi.

Vöktun á lífríki sjávar við Ísland: Engar fréttir eru góðar fréttir - 7.9.2004

Þrátt fyrir nýlegar fréttir af óvenju hraðri hlýnun á Norðurskautinu taka breytingar í náttúrunni sem betur fer oftast langan tíma. Rf hefur í mörg ár tekið þátt í verkefni þar sem fylgst er með mengun og ástandi lífríkis sjávar umhverfis Ísland og niðurstöður mælinga sem ná til áranna 2002-2003 sýna litlar breytingar frá fyrri árum, t.d. eru lítil merki um að styrkur þungmálma og þrávirkra lífrænna efna færist í vöxt. Þetta má m.a. lesa má úr skýrslunni Monitoring of the Marine Biospheare around Iceland in 2002-2003.

Kynning á 6. matvælaáætlun ESB þri. 7. september - 6.9.2004

Á morgun, þri. 7. sept. kl. 9:00, verður kynning á 6. matvælaáætlun ESB. Það eru Rannís, Rf og Samtök iðnaðarins sem standa saman að þessari kynningu, sem haldin verður á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 9:00.  Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.  Dagskrá á pdf.

Fundur um hreinlæti í mjólkuriðnaði í september. - 20.8.2004

Þann 9. september verður haldinn fundur á Grand Hotel Reykjavik um hreinlæti í mjólkuriðnaði. Rf skipuleggur þennan fund í samvinnu við VTT Biotechnology í Finnlandi. Fundurinn er styrktur af Nordic Innovation Centre, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Rf skýrsla um aðgerðir til að tryggja áframhaldandi greiðan aðgang íslenskra sjávarafurða að helstu mörkuðum. - 18.8.2004

Á ríkisstjórnarfundi í gær kynnti sjávarútvegsráðherra skýrslu sem Rf tók nýlega saman fyrir ráðuneytið um leiðir til að tryggja að íslenskar sjávarafurðir eigi framvegis, sem hingað til, greiðan aðgang að helstu mörkuðum okkar.

Rannsóknarstofa Rf opnuð á Ísafirði - 10.8.2004

Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, opnaði formlega rannsóknarstofu Rf á Ísafirði í morgun. Við opnunina fluttu ráðherra og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, ávörp en síðan hófs ráðstefna um horfur í fiskeldi á Vestfjörðum.  Frá þessu er greint á heimasíðu Bæjarins besta á Ísafirði.
Eldisþorskur

Fundur um fiskeldi markar opnun rannsóknarstofu Rf á Ísafirði - 3.8.2004

Þriðjudaginn 10. ágúst n.k. verður haldinn kynningarfundur á Ísafirði undir yfirskriftinni “Þorskeldi – verðmætasköpun í norðri.” Tilefni fundarins er að opna formlega rannsóknarstofu Rf á Ísafirði.

Sumarlokun skrifstofu Rf - Upplýsingar um símanúmer - 19.7.2004

Vegna sumarleyfa verður afgreiðsla Rf lokuð frá 19. - 31. júlí. Þó skiptiborðið sé lokað geta þeir sem þess þurfa haft samband við þá starfsmenn Rf sem eru að störfum á þessu tímabili. 
Annual report 2003

Ársskýrsla Rf á ensku komin út. - 8.7.2004

Skýrsla með yfirliti um starfsemi Rf á árinu 2003 er nú einnig komin út á ensku. Er skýrslan örlítið styttri en íslenska útgáfan eða 43 bls í stað 48. Hægt er að nálgast báðar skýrslurnar sem pdf-skjöl hér á heimasíðunni.
Síða 3 af 7

Fréttir