Fréttasafn: nóvember 2005
Fyrirsagnalisti

Sjávarútvegsráðherra opnar nýja vefsíðu um öryggi sjávarafurða
Í morgun opnaði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, nýja vefsíðu á Rf þar sem safnað hefur verið saman upplýsingum um efnainnihald sjávarafurða á Norðurlöndum, bæði óæskileg efni og einnig næringarefni.

Rf tekur þátt í verkefni um velferð eldisfiska
Rf tekur þátt í fjölþjóðlegu verkefni sem nefnist Welfare of Fish in European Aquaculture og fjallar um velferð fiska í eldi. Verkefnið er s.k. COST-verkefni, sem er stytting úr European Cooperation in the field of Scientific and Technical Research og er almennur rammi um Evrópusamstarf á sviði vísinda- og tæknirannsókna.

Eldisþorskur heldur ferskleikaeinkennum lengur en villtur þorskur
Nýlega kom út á Rf verkefnisskýrslan Framtíðarþorskur: geymsluþol, áferð, vöðvabygging og vinnsla eldisþorsks og er hún framhald skýrslunnar Framtíðarþorskur: gæðamat á eldisþorski, sem kom út haustið 2004. Í nýju skýrslunni birtast m.a. niðurstöður rannsókna á geymslueiginleikum og geymsluþoli flaka af aleldisþorski í samanburði við flök af villtum þorski. Á meðal þess sem í ljós kom var að lítill munur var á endanlegu geymsluþoli eldisþorsks og villts þorsks en flök af eldisþorski héldu þó ferskleikabragðinu marktækt lengur inn í geymslutímann.

RF-hitun: Nýstárleg tækni notuð til að hita fisk
Nýlega komu út á Rf tvær skýrslur með niðurstöðum rannsóknarverkefnis þar sem kannað var hvort nota mætti s.k. Radio-Frequency Heating Technology til að hita matvæli í því skyni að eyða öllum hættulegum örverum og auka þar með geymsluþolið.

Þorskurinn gabbaður á Vestfjörðum!
Fyrir rúmu ári var rannsóknastofa Rf á Ísafirði formlega opnuð og við það tækifæri sagði Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Rf m.a. að í starfi rannsóknarstofunnar á Ísafirði yrði einkum lögð áhersla á rannsóknir og þróun á sviði fiskeldis. Fljótlega var svo sagt frá því að Rf væri komið í samstarf við fyrirtæki á Vestfjörðum og erlenda vísindamenn um rannsóknir á þorskeldi í sjókvíum. Að því er fram kemur á vef Bæjarins besta í dag fer nú að draga til tíðinda í þessu samstarfi.

Íslenskur fiskiðnaður og Rf í sænskum fókus
Í nýjasta tbl. sænska tímaritsins Livsmedel i Fokus, sem er fagtímarit sem fjallar um flest það sem viðkemur matvælaiðnaði, er grein um efnahagsuppganginn á Íslandi, sem Svíar velta nú nokkuð vöngum yfir. Greininni fylgir einnig umfjöllun um Rf og viðtal er við þær Sjöfn Sigurgísladóttur, forstjóra, og Evu Yngvadóttur, efnaverkfræðing á Rf.
Fréttir
-
2021
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember