Fréttasafn: 2006 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Matís ohf stofnað - 14.9.2006

Í dag var tilkynnt um stofnun nýs hlutafélags, Matís ohf, en í því sameinast þrjár ríkisstofnanir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti (MATRA) og loks Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar. Frá þessu er greint á vef sjávarútvegsráðuneytisins.
Nýtt tæki á Rf: Ernst Schmeisser og tæknimaður

Ný tæki á Rf skapa tækifæri til rannsókna á nýjum sviðum - 14.9.2006

Rf hefur fest kaup á tækjabúnaði sem vonast er til að geti opnað fyrir möguleika á nýjum rannsóknarverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Stefnt er að því að byggja upp nýtt rannsóknarsvið á Rf í kringum tækjabúnaðinn og hefur erlendur sérfræðingur verið ráðinn til að leiða það starf.
fiskur á pönnu

Fiskirí: Glæsilegt framtak til að reyna að auka fiskneyslu - 13.9.2006

Um næstu helgi, 15. - 17. sept. verður slegið upp mikilli fiskiveislu á um 80 veitingastöðum út um allt land, og er ætlunin að hvetja bæði unga og aldna til að fara út að snæða sjávarafurðir meðan á hátíðinni stendur. Um er að ræða sérstakt átaksverkefni á sjávarútvegsráðuneytisins í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara á Íslandi. Óhætt er að hvetja landsmenn til að skella sér í fjörið!

Forsíða Seafood research from fish to dish

Nýkomið út rit um rannsóknir á sjávarfangi - 8.9.2006

Nýlega kom út bókin Seafood research from fish to dish- Qality, safety and processing of wild and farmed fish, sem hefur að geyma fjölda samantekta (abstrakta) frá 35. fundi WEFTA-samtakanna sem fram fór í Antwerpen í Belgíu dagana 19.-22. september 2005. Starfsfólk Rf kemur nokkuð við sögu í þessari stóru bók.

Sveinn Margeirsson

Grein frá Rf til birtingar í virtu vísindatímariti - 7.9.2006

Í gær birtist á vefnum Sciencedirect.com útdráttur greinar frá Rf sem birtast mun bráðlega í hinu virta vísindatímariti Journal of Food Engineering. Greinin nefnist Influencing factors on yield, gaping, bruises and nematodes in cod (Gadus morhua) fillets.  

Vædderen

Kafað í hafið í leit að nýjum lyfjum? - 30.8.2006

Margir Danir fylgjast nú af áhuga með leiðangri danska varðskipsins Vædderen, sem Íslendingar þekkja vel, enda hefur skipið haft reglulega viðkomu á Íslandi á undanförnum árum á leið sinni til og frá Grænlandi. Skipið er nú í átta mánaða vísindaleiðangri, sem nefnist Galatha 3 verkefnið, þar sem siglt er umhverfis jörðina og ýmsar rannsóknir gerðar.

Prokaria

Starfsfólk Rf í heimsókn í Prokaria - 25.8.2006

Fyrirtækið Prokaria bauð starfsmönnum Rf að heimsækja fyrirtækið í dag til að kynna fyrir þeim starfsemina sem fram fer að Gylfaflöt í Grafarvogi, en eins og áður hefur komið fram hér á síðunni mun sérstakt fyrirtæki í eigu Rf fljótlega taka yfir erfðagreininga- og ensímsvið Prokaria.

Judith Reichert

Góður gestur kveður Rf - 17.8.2006

Rf hefur tekið virkan þátt í menntun nemenda á háskólastigi hér á landi um all langt skeið, t.d. fer B.S. nám í matvælafræði við H.Í. að hluta til fram á Rf og fastir kennarar H.Í. í matvælavinnslu og verkfræði eru með aðstöðu á Rf. Mörg verkefni í framhaldsnámi nemenda í matvælafræði, iðnaðarverkfræði og sjávarútvegsfræðum eru einnig unnin á og styrkt af Rf. Þá hafa á undanförnum árum nokkrir ungir, erlendir vísindamenn einnig dvalið tímabundið við starfsþjálfun hér á Rf. Einn slíkur, Judith Reichert frá Þýskalandi, lýkur tæplega hálf árs dvöl sinni á Rf í dag.

Ungt fólk að snæðingi

Verkefni á Rf kynnt á Norrænum Næringarráðgjafadögum - 14.8.2006

Dagana 9. - 12. ágúst var haldin norræn ráðstefna hér á landi á vegum Nordisk Dietistförening, en það eru samtök norrænna næringarfræðinga/ráðgjafa. Á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri á Rf.  
María Guðjónsdóttir í Nottingham

Ungur vísindamaður frá Rf vakti athygli í Nottingham - 24.7.2006

Dagana 16.-19. júlí var ráðstefnan The 8th International Conference on The Application of Magnetic Resonance in Food Science haldin í Nottingham í Englandi. Ráðstefna sem þessi er haldin á tveggja ára fresti og á þeim er fjallað um helstu nýjungar í notkun kjarnspunatækni (Nuclear Magnetic Resonance) í matvælarannsóknum hverju sinni. Ungri vísindakonu á Rf, Maríu Guðjónsdóttur, var nokkuð óvænt boðið að halda erindi á ráðstefnunni að þessu sinni.

Síða 3 af 9

Fréttir