Fréttasafn: apríl 2007 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Staða verkefnastjóra Matís í Vestmannaeyjum er laus - 12.4.2007

erfdataekniMatís ohf. auglýsir eftir verkefnastjóra í Vestmannaeyjum. Hlutverk verkefnistjórans er að stjórna og vinna að verkefnum á vegum Matís ohf. í Vestmannaeyjum. Æskilegt er að umsækjendur að hafi tækni- eða háskólapróf í raunvísindum eða verkfræði.

Fundið fé í bolfiskvinnslu - 11.4.2007

Flök af þorski metinMikill fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur felst í því að nýta fiskhold eða prótein sem tapast í bolfiskvinnslu. Verðmæti geta numið hundruð milljóna króna miðað við það 60 þúsund tonna ársframleiðslu af ferskum og frosnum bolfiskafurðum. Þá fer minna af lífrænum efnum út í umhverfið með því að nýta fiskhold eða prótein í vinnslunni, að því er fram kemur í rannsókn Matís (Matvælarannsóknir Íslands), Brims og Toppfisks.

Hamingjusamir eldisfiskar - 3.4.2007

Þorskur í sjókvíum á VestfjörðumMatvælarannsóknir Íslands (Matís) og Háskólinn á Hólum taka þátt í umfangsmiklu Evrópuverkefni sem felst í því að rannsaka velferð fiska í eldi. Markmiðið er að skilgreina hvað veldur streitu og vanlíðan fiska. 60 rannsóknahópar frá yfir 20 löndum taka þátt í verkefninu sem stendur í 5 ár.

Síða 2 af 2

Fréttir