Fréttasafn: júlí 2008
Fyrirsagnalisti

Skýrsla Matís: Samantekt á vísindalegum sönnunum á heilsufæði
Markaður fyrir heilsu- og markfæði af ýmsu tagi hefur vaxið mikið á undanförnum árum og við markaðssetningu slíkrar vöru hefur stundum ýmsu verið haldið fram sem illa stenst nánari skoðun. Í nýútkominni skýrslu frá Matís, er að finna ýtarlega samantekt á ýmsum flokkum heilsufæðis og einnig er þar farið yfir skilgreiningar og reglugerðir, efnivið og virkni vinsælla heilsuvara og leyfðar heilsufullyrðingar. Aðalhöfundur skýrslunnar er Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, en samantektin er hluti af meistaraverkefni hennar við matvælafræðiskor H.Í., sem hún vinnur að á Matís.

Íslenskur fiskur mjög lítið mengaður - jákvæðar niðurstöður skýrslu
Út er komin skýrsla frá Matís ohf. sem ber heitið Undesirable substances in seafood products – results from the monitoring activities in 2006. Skýrslan sýnir niðurstöður mælinga á magni eitraðra mengunarefna í íslenskum sjávarafurðum á árinu 2006 og er hluti af sívirku vöktunarverkefni sem styrkt er af sjávarútvegsráðuneytinu og hefur verið í gangi frá árinu 2003. Líkt og fyrri ár vöktunarinnar sýna niðurstöður ársins 2006 að ætilegur hluti fisks sem veiddur er á Íslandsmiðum inniheldur mjög lítið magn af lífrænum mengunarefnum eins og díoxíni, díoxínlíkum PCB efnum og varnarefnum (skordýraeitri og plöntueitri), samanborið við þau hámörk sem Evrópulöndin hafa viðurkennt.

Sumarlokun skiptiborðs - tilkynning frá Matís
Skiptiborð Matís verður lokað frá 23. júlí til og með 4. ágúst. Beinn sími á Efnadeild er 422 5154 og beinn sími á Örverudeild er 422 5116.
Upplýsingar um bein símanúmer starfsmanna má finna hér
ENGLISH: The switchboard is closed between July 23rd and August 4th. You can reach our Chemical Research Lab by calling 422 5154 and our Microbiological Research Lab by calling 422 5116. Information on all other direct numbers can be found here

Náttúruleg ensím og andoxunarefni unnin úr fiskslógi og -hryggjum
Á Líftæknisviði Matís er nú unnið að verkefni sem miðar að því að þróa og rannsaka mismunandi nýjar próteasablöndur úr þorskslógi í þeim tilgangi að nota blöndurnar til framleiðslu á hydrolýsötum (niðurbrotnum próteinum) og peptíðum úr fiski með mjög mikla andoxunarvirkni. Forrannsóknir hafa sýnt fram á að ensímblöndur úr þorskslógi geta framleitt peptíð með mjög mikla andoxunarvirkni, mun meiri en peptíð fengin úr niðurbroti annarra algengra ensímblandna sem hafa verið kannaðar.

Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi - Matís tekur þátt í sam-norrænu verkefni
Matís er þátttakandi í verkefninu "Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi" sem nú er hafið og hefur að markmiði að stuðla að öruggri, stöðugri og hagkvæmri framleiðslu fæðudýra fyrir þorsk í eldi. Markmið verkefnisins er jafnframt að efla samstarf þorskseiðaframleiðenda á Norð-urlöndunum.

Tilkynning frá Matís ohf.
Matís ohf barst í gær tilkynning frá vefumsjónaraðila sínum, Hugsmiðjunni hf., um að óprúttnir erlendir aðilar hefðu brotist inn á vefsvæði fyrirtækisins. Tilgangurinn var að nýta póstþjón vefsins til að senda vafasöm skeyti á grunlausa viðtakendur. Ekki liggur fyrir hve mörg skeyti voru send út með þessum hætti í nafni Matís, né heldur hvort viðtakendur eru hérlendis eða erlendis. Hugsmiðjunni tókst hinsvegar fljótt að loka fyrir þessa ólöglegu iðju og slökkti strax á póstþjóni Matísvefsins.

NORÐURKVÍ - nýtt rannsóknarverkefni hjá Matís
Mikil tjón hafa hlotist á eldisbúnaði, einkum sjókvíum, sökum erfiðra umhverfisaðstæðna við Ísland. Í því ljósi er verkefninu NORÐURKVÍ hrundið af stað með það að markmiði að hanna og smíða sjókvíar sem uppfylla ýtrustu kröfur um styrk og þol fyrir íslenskar aðstæður.

Markáætlun um öndvegissetur og rannsóknarklasa - Matís þátttakandi í 5 hugmyndum af 10
Þann 24. júní sl. tilkynnti Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands) um þær tíu hugmyndir sem fá styrk úr markáætlun um öndvegssetur og rannsóknaklasa til að skila fullbúinni umsókn í október næstkomandi, og er Matís ohf. þátttakandi í fimm þeirra.

Skyndibitinn á Höfn er humarsúpa!
Skyndibitastaðurinn Kokkur á Höfn í Hornafirði hefur hafið sölu á humarsúpu í gegnum bílalúgu. Um er að ræða sælkerahumarsúpu sem unnin er úr staðbundnu hráefni. Humarsúpa Kokksins er sprottin upp úr samstarfi við Matís og Kokkurinn hefur m.a. notið aðstoðar matvælahönnuða og matvælafræðinga sem starfa á vegum Matís til að gera hugmyndina að humarsúpusölu í gegnum bílalúgu að veruleika.
Matís og Veiðimálastofnun í samstarf: rannsóknir á erfðafræði íslenskra laxfiska
Matís Ohf og Veiðimálastofnun undirrituðu í gær, fimmtudaginn 3. júlí, rammasamning um eflingu samstarfs milli fyrirtækjanna. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfesti samninginn af því tilefni. Undirritunin fór fram í húsnæði Matís-Prokaria, líftæknisviðs Matís, að Gylfaflöt 5 í Grafarvogi. Samstarf Matís og Veiðimálastofnunar verður einkum á sviði erfðarannsókna og í fiskeldi.
Fréttir
-
2021
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember