Fréttasafn: nóvember 2010 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Logo Actavis

Actavis nýtir sér sérhæfða rannsóknarþjónustu Matís - 8.11.2010

Samheitalyfjaframleiðandinn Actavis nýtir sér þjónusturannsóknir hjá Matís. Actavis er eitt af 5 stærstu samheitalyfjafyrirtækjum í heiminum og hefur samstarf Matís og Actavis gengið mjög vel.

AVS_linuveidiskip_Stefnir

Nýjar tæknilausnir til beitningar og meðhöndlunar á fiski - 3.11.2010

Nú er lokið verkefninu „Vinnsluferill línuveiðiskipa“ sem hafði það að markmiði að þróa og hanna nýjar tæknilausnir til beitningar og meðhöndlunar á fiski eftir veiði um borð í línuveiðiskipum með það að leiðarljósi að hámarka hráefnisgæði, auka vinnuhagræði og draga úr kostnaði við ferlið.

Aukin nýting og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum

Aukin nýting og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum - 3.11.2010

Verkefni er nú lokið hjá Matís, Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. og 3X Technology ehf. sem hefur það að markmiði að auka verðmæti bolfiskafla með því að þróa feril sem eykur nýtingu og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum s.s hryggjum sem fellur frá flökunarvélum og afskurði sem fellur frá snyrtilínum.

International Marine Ingredients Conference

Matís vinnur til verðlauna á alþjóðlegri ráðstefnu - 2.11.2010

Matís tók fyrir stuttu þátt í International Marine Ingredients Conference sem fram fór í Ósló í Noregi. Þar fékk Matís verðlaun fyrir veggspjald sem sýnt var á ráðstefnunni.

Logo Matís

Unnið að framleiðslu fiskisósu - 1.11.2010

Brimberg ehf. á Seyðisfirði hefur forgöngu um nýtt verkefni, í samstarfi við Gullberg, Síldarvinnsluna og Matís ohf., er miðar að framleiðslu á fiskisósu

Fagur_fiskur

Fagur fiskur vekur athygli á Norðulöndum - 1.11.2010

Nú nýverið birtist grein um Fagur fiskur þættina sem sýndir voru á RUV við fádæma góðar undirtektir.

Síða 2 af 2

Fréttir