Fréttasafn: september 2013
Fyrirsagnalisti

Íslenskur neðansjávarbor fer víða
Sprotafyrirtækið Hafbor á Siglufirði hefur hannað og smíðað neðansjávarborvél sem setur festingar í sjávarbotn fyrir ýmsan búnað. Verkefnið var styrkt af Tækniþróunarsjóði og NORA- Norræna tækniþróunarsjóðnum í samstarfi við Matís ofl.

Fisk í dag!
Matís er að fara af stað með herferð á landsvísu sem kallast Fiskídag og er ætlað að gera neytendur meðvitaðri um mikilvægi fiskneyslu og fisk tengdum afurðum svo sem lýsi og öðru sjávarfangi. Markmiðið með átakinu er að auka fiskneyslu Íslendinga en átakið er styrkt af AVS sjóðnum.

Ný tækni fyrir Norrænan fiskiskipaflota: veiðarfæri og aflameðferð
Þann 1. og 2. október nk. mun Matís í samstarfi við fjölda innlendra og erlendra sérfræðinga standa fyrir vinnufundi sem ber titilinn „Ný tækni fyrir Norrænan fiskiskipaflota: veiðarfæri og aflameðferð“. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík að Vínlandsleið 12. Þátttaka er öllum opin og gjaldfrjáls, en fólk er þó beðið um að skrá sig með því að senda póst á jonas()matis.is.

Hefur þú smakkað mysudrykinn?
Vísindavaka Rannís fer fram í Háskólabíói föstudaginn 27. september nk. Úrval spennandi rannsóknaverkefna verða kynnt á Vísindavökunni í ár eins og undanfarin ár.

Nýtt myndband um starfsemi Matís á Akureyri
Á Akureyri stundar Matís rannsóknir, þróun og nýsköpun í samstarfi við Háskólann á Akureyri og aðrar stofnanir og fyrirtæki á Norðurlandi jafnt sem annars staðar á landinu.
Matís með enn eitt námskeiðið í Afríku
Um miðjan ágúst hélt Matís sex daga námskeið í Kenía um framleiðslu og gæði fisks og fiskafurða. Námskeiðið var í skóla ríkisstarfsmanna í Kwale sýslu rétt sunnan við borgina Mombasa, sem stendur við Indlandshaf.

Niðurstöður úr forrannsóknum á stofnerfðafræði makríls á Íslandsmiðum - ekki eingöngu evrópskur?
Fyrstu niðurstöður rannsókna á stofnerfðafræði makríls á Íslandsmiðum sýna að ekki sé hægt að útiloka að lítill hluti hans sé af öðrum uppruna en evrópskum. Á næstu mánuðum munu niðurstöður úr öflugri erfðafræðilegri greiningu skera úr um hvort og þá í hvaða hlutfalli makríllinn hér við land komi vestan að.

Verðmætasköpun og nýsköpun lykilinn að því að skapa fleiri og betri störf
Sveinn Margeirsson, ásamt fleiri starfsmönnum Matís, var fyrir stuttu í viðtali í blaði Samtaka Iðnaðarins, Fleiri störf - betri störf. í blaðinu tekur Sveinn m.a. fram að tækifærin á Íslandi felast í að hagnýta hreina náttúru til að búa til heilnæm matvæli með jákvæða eiginleika.

Innlent korn - Ný tækifæri fyrir kornbændur og fyrirtæki
Það er vel þekkt að miklar framfarir hafa orðið í kornrækt á Íslandi vegna framtaks bænda og framfara í ræktuninni. Ræktunartilraunir og kornkynbætur Landbúnaðarháskóla Íslands og forvera hans skipta hér miklu máli. Íslenskt korn er orðið mikilvægt í fóðrun og það hefur einnig í vaxandi mæli verið nýtt til manneldis.

Matarsmiðja Matís á Flúðum; fyrir fólk með gómsætar hugmyndir
Í matarsmiðjunni á Flúðum er frábær aðstaða fyrir alla þá sem hafa áhuga á að framleiða hverskonar matvörur. Hún er vel tækjum búin og býður upp á allar helstu vinnsluaðferðir. Í tengslum við Matís er gott aðgengi að sérfræðingum sem geta leiðbeint einstaklingum í framleiðslu sinni. Ingunn Jónsdóttir, stöðvastjóri á Flúðum, svaraði nokkrum spurningum um matarsmiðjuna.
- Fyrri síða
- Næsta síða
Fréttir
-
2021
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember