Fréttasafn: september 2013 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Hvað er matarsmiðja? - 9.9.2013

Matarsmiðju má skilgreina sem húsnæði, sem ætlað er fyrir matvælavinnslu af einhverju tagi og hefur tilskilin leyfi frá eftirlitsaðilum sveitarfélaga um að í húsnæðinu megi framleiða matvæli. Til þess að það leyfi fáist þarf að tryggja að mengun angri ekki nágranna, fráveitur séu í lagi, neysluvatn  sé öruggt og frágangur úrgangs sé samkvæmt skilyrðum, svo fátt eitt sé nefnt. 

Brúin - farsæl tenging vísinda og atvinnulífs - 4.9.2013

Samstarf Háskóla Íslands og Matís á liðnum árum hefur verið farsælt og stuðlað að verðmætasköpun í matvælaiðnaðinum hér á landi auk þess að undirbúa afbragðs vísindamenn fyrir störf í tengslum við matvælafræði. Matvælafræðin er sú grein sem er ört stækkandi og kröfur um framúrskarandi menntun og þekkingu verður háværari með degi hverjum enda snertir greinin neytandann með margvíslegum hætti.

Flugkassi með rakamottu betri en gámakassi með drengötum - 3.9.2013

Rannsóknir Matís hafa sýnt fram á að vel einangraðar pakkningar geta skipt sköpum fyrir hitastýringu í flutningi ferskfiskafurða og þar með hámörkun afurðagæða. Með tilliti til þessa hafa íslenskir útflytjendur ferskra hvítfiskafurða flestir notast við frauðkassa fyrir bæði flugflutning og sjóflutning í gámum.

Fagur Fiskur II hefur göngu sína í sjónvarpi - 2.9.2013

Flestir muna eftir sjónvarpsþáttunum Fagur Fiskur sem sýndi voru í Ríkissjónvarpinu fyrir um tveimur árum síðan. Þættirnir hlutu fádæma áhorf en vel á annað hundrað þúsund manns horfðu á þættina í viku hverri. Þættirnir unnu til Edduverðlauna árið 2011.

Eldrimmer

Íslendingar taka þátt í „Særimner“ - 2.9.2013

Á dögunum fékk Matís Leonard styrk til að senda fulltrúa í fimm daga starfsnám til Svíþjóðar í tengslum við Særimner, sem er Norræn ráðstefna smáframleiðenda matvæla. Smáframleiðsla matvæla er „framleiðsla matvæla í smáum stíl sem byggir á handverkinu fremur vélverkinu“. Í hópnum verða auk starfsmanna Matís fimm samstarfsaðilar, sem hafa þróað vörur í samstarfi með Matís. Farastjóri hópsins er Gunnþórunn Einarsdóttir.

Síða 2 af 2

Fréttir