Fréttasafn: 2015 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

HI_merki

Traust samstarf við Matís um kennslu og rannsóknir - 24.11.2015

Matvæla- og næringarfræðideild HÍ og Matís hafa gert samning sín á milli um áframhaldandi samstarf á sviði kennslu og rannsókna. Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, undirrituðu samninginn í gær. Með samningnum er tryggð áframhaldandi samvinna um að þróa og bæta nám í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands. Samkomulagið festir enn frekar í sessi hið öfluga samstarf Háskóla Íslands og Matís.

Marlýsi - Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015 - 20.11.2015

Snorri Hreggviðsson, Margildi ehf., hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015.

Sjávarútvegsráðstefnan 2015 - 16.11.2015

Sjávarútvegsráðstefnan 2015 verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 19. - 20. nóvember

Starfsmaður Matís í mikilvægu starfi hjá SAFE Consortium - 10.11.2015

Dr. Hrönn Jörundsdóttir hefur verið skipuð stjórnsýsluritari af framkvæmdastjórn SAFE Consortium, evrópskum samtökum um matvælaöryggi.

matis

Lífeyrisskuldbindingar Matís ohf. - 6.11.2015

Þann 22. janúar 2009 var undirritaður samningur á milli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) annars vegar og fjármálaráðuneytisins og Matís ohf. kt. 670906-0190 hins vegar um árlegt uppgjör á skuldbindingum vegna starfsmanna Matís ohf. skv. 33. gr. laga nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Samningur þessi tók gildi frá og með 1. janúar 2007 þegar Matís ohf. var stofnað.

Matís - brú milli háskóla og atvinnulífs - 2.11.2015

Matís er í miklu samstarfi við Háskóla Íslands, sem og aðra ríkisrekna háskóla, til þess að tryggja góða samvinnu milli atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Fyrirtækið vinnur að þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi.

Fundur hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi - MareFrame - 30.10.2015

Nú rétt í þessu lauk fundi í MareFrame verkefninu. Fundurinn var með íslenskum hagsmunaaðilum, þversniði af þeim hagsmunaaðilum sem fiskveiðistjórnun hefur áhrif á. 

Þurrkun og reyking eru hagkvæmar varðveisluaðferðir - 16.10.2015

Cyprian Ogombe Odoli mun verja doktorsritgerð sína í matvælafræði fimmtudaginn 22. október næstkomandi. Athöfnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl.14:00.

MNÍ

Matvæladagur MNÍ 2015 haldinn fimmtudaginn 15. október - 12.10.2015

Titill ráðstefnunnar í ár: Hvaða efni eru í matnum ?  Vitum við það ? Brýn þörf á gagnagrunnum & viðhaldi þeirra.

European Sensory Network - 6.10.2015

Matís skipuleggur fund European Sensory Network (ESN), sem eru samtök sérfræðinga á sviði skynmats og neytendarannsókna, 8. og 9. október nk. á Grand Hótel Reykjavik. Á fundinum, sem er lokaður og hefur fyrirtækjum í matvælaframleiðslu verið boðið til fundarins, verður lögð áhersla á framvindu og niðurstöður nýjustu rannsókna sem samtökin hafa komið að. 

Síða 2 af 10

Fréttir