Fréttasafn: september 2016 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

SFS_Sveinn

Enn öruggari upplýsingar um hollustu sjávarfangs - 9.9.2016

Nýlega ákváðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - SFS – að styrkja Matís til að vinna verkefnið - Næringargildi sjávarafurða: merkingar og svörun -  sem er sjálfstætt framhald verkefnis um Næringargildi sjávarafurða, sem AVS styrkti á árunum 2008-2010. Verkefnið miðar að því að styrkja íslenskan sjávarútveg í alþjóðlegri samkeppni á kröfuhörðum mörkuðum einkum innan hins Evrópska Efnahagssvæðis, ekki hvað síst varðandi auknar kröfur um merkingar á næringargildi.

Fiskeldi | Aquaculture

Lífgasframleiðsla hliðarbúgrein fiskeldis á Vestfjörðum? - 7.9.2016

Með aukinni uppbyggingu í fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum koma fram áhugaverð hliðarverkefni við fiskeldið sem geta stuðlað að minni umhverfisáhrifum. Eitt af þeim verkefnum er að finna viðeigandi úrvinnslu á fiski sem drepst í eldiskvíum á eldistímanum.

Þrír doktorsnemendur – Matís, Hafrannsóknastofnun og Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands - 2.9.2016

Matís og Hafrannsóknastofnun – rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna í samvinnu við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands auglýsa eftir þremur doktorsnemendum til að vinna í öndvegisrannsóknaverkefninu Microbes in the Icelandic Marine Environment (MIME) sem styrk er af Rannsóknasjóði Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís).

MNÍ

Matvæladagur MNÍ - tilnefningar til Fjöreggsins - 2.9.2016

Matvæladagur MNÍ 2016 verður haldinn á Hótel Natura fimmtudaginn 20. október. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Áhrif matvælarannsókna í breyttum heimi og verður fjallað um væntanlegar neyslubreytingar á heimsvísu og mikilvægi menntunar og rannsókna í því samhengi.

Viltu keppa í matarhandverki? - 2.9.2016

Kunstens mat, Mathantverk / Rannikon ruoka, Artesaaniruoka - Opna Finnska meistarakeppnin í Matarhandverki fer fram í Ekenäs 10.-13. október 2016

Síða 2 af 2

Fréttir