Fréttasafn: janúar 2018
Fyrirsagnalisti

Hvernig skynjum við matvæli?
Yfirskrift Nordic Sensory Workshop 2018 sem haldin verður í Reykjavík dagana 3. og 4. maí er að þessu sinni „Making Sense“, en þar verður fjallað um skynfærin okkar og samspil þeirra í tengslum við vöruþróun og matvælaframleiðslu.

Áhrif pökkunaraðferða og geymsluhita á gæði cobia flaka í frystigeymslum
Hằng Nguyễn Thị mun halda fyrirlestur á Matís, stofu 312, Vínlandsleið 12, föstudaginn 26. janúar kl.11. Verkefnið hennar heitir: Áhrif pökkunaraðferða og geymsluhita á gæði cobia (Rachycentron canadum) flaka í frystigeymslum.

Látum hafrannsóknir skipta máli
Mjög athyglisverð ráðstefna stendur nú yfir í Brussel. Enskt heiti hennar er Making Marine and Maritime Research Count og vísar til þess, meðal annars, að við þurfum að yfirfæra niðurstöður rannsókna okkar á hafinu til mismunandi greina og hagaðila til þess að rannsóknirnar hafi raunveruleg áhrif. Forstjóri Matís, Sveinn Margeirsson, var boðið að sitja í pallborðsumræðuhóp ráðstefnunnar og er Matís þannig sýndur mikill heiður.

Fersk fiskflök í flutningi - burt með plastpokana!
Meginniðurstaða tilraunar, sem gerð var í sumar í samstarfi Matís, Háskóla Íslands, Eurofins og Tempru er að ekki er nauðsynlegt að pakka ferskum fiskflökum í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa, sem geyma og flytja á við kældar og ofurkældar aðstæður. Um þetta má fræðast nánar í skýrslu Matís nr. 07-17, sem vistuð er á vefsíðu Matís .

Íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn óæskilegra efna – en við þurfum að vita meira
Út er komin skýrsla Matís þar sem teknar eru saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2017. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, og sá Matís um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012.

Matís og Heimsmarkmiðin
Í upphafi sérhvers árs frá því árið 2011 hefur Matís glatt viðskiptavini sína, samstarfsaðila sem og aðra hagaðila með því að senda út, kl 09:30, 2. janúar, ársskýrslu um starfsemi félagsins á hinu ný liðna ári á rafrænu formi.

Engin hugmynd of vitlaus - hún þarf bara að vera mjólkurtengd!
Nýr umsóknarfrestur í Mjólk í mörgum myndum er u.þ.b. að renna sitt skeið. Ef þú vilt fá aðstoð við að koma hugmynd þinni ennþá lengra endilega hafðu samband.

Áhugaverðar og góðar niðurstöður úr þjónustukönnun mæliþjónustu Matís
Könnun sem snéri að þjónustu mælingarþjónustu Matís var send út fyrir stuttu. Þátttakan var með ágætum og niðurstöður ánægjulegar.

Nýjar greinar komnar út í Icelandic Agricultural Sciences
Tvær nýjar greinar voru að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þá hafa alls 8 greinar komið út í hefti 30/2017.

Þorskráðstefna á Nýfundnalandi
Í lok nóvember 2017 var haldinn tveggja daga vinnufundur í bænum Gander á Nýfundnalandi þar sem til umfjöllunar var hvernig Nýfundlendingar geti undirbúið sig fyrir auknar þorskveiðar, en væntingar standa til að þorskstofninn muni ná sér á strik aftur á allra næstu árum.
- Fyrri síða
- Næsta síða
Fréttir
-
2021
2020
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2014
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2011
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2010
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2009
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2008
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2007
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2006
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2005
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2004
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2003
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2002
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
2001
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember