Fréttasafn: október 2018 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Styrkja norrænt samstarf og auka þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsis - 12.10.2018

Fiskimjöls- og lýsisframleiðsla hefur í gegnum tíðina leikið stórt hlutverk í fiskvinnslu Norðurlanda. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Hvað er áhættumat? - 11.10.2018

Starfsmenn Matís hafa orðið varir við aukinn áhuga á gerð áhættumats í samhengi við örsláturhús og þess vegna viljum við því útskýra hvað áhættumat er.

Lagmetishandbókin - 10.10.2018

Á undanförnum árum hefur lagmetisiðnaðurinn gengið í endurnýjum lífdaga og eru nú fleiri niðursuðuverksmiðjur starfandi en um langt árabil og því mikilvægt að hafa gott og aðgengilegt fræðsluefni til staðar fyrir þá sem þar starfa eða ætla að starfa.

Þurrkaðir þorskhausar

Gullhausinn – hvað er það? - 10.10.2018

Þorskurinn hefur í gegnum tíðina verið verðmætasta tegundin sem veidd er innan lögsögu Íslands. Meira að segja hafa Íslendingar háð stríð vegna þorsksins en þorskastríðin voru háð við Breta á tímabilinu 1958 – 1976. 

Skiptir áhættumat máli fyrir verðmætasköpun í landbúnaði? - 9.10.2018

Matís vinnur nú að ýmsum verkefnum sem miða að aukinni verðmætasköpun í framleiðslu landbúnaðarafurða. Meðal annars hefur Matís átt í samstarfi við bændur um örslátrun, en þann 25. september sl. var 10 lömbum slátrað á bænum Birkihlíð, í samstarfi við Matís. Úrvinnsla niðurstaðna stendur yfir og verða þær birtar þegar þær liggja fyrir. Tímamælingar sem framkvæmdar voru á meðan á slátrun stóð benda til þess að möguleikar bænda til að skapa sér aukin verðmæti með örslátrun séu umtalsverðir.

Matvæladagur MNÍ | Matvælastefna – hvað er það, fyrir hverja og af hverju? - 9.10.2018

Grand hótel, fimmtudaginn 25. október kl. 12-16:30. | Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Reykkofasmíði í Sierra Leone og Líberíu - 5.10.2018

Matís heldur áfram með verkefni sem snýr að því að koma upp reykkofum víðsvegar í Afríku. Tilgangurinn með þessu verkefni er að tryggja heilnæmara umhverfi fyrir reykingu sjávarafurða sem og stuðla að bættri nýtingu hráefnisins. Að þessu sinni er byggt í Sierra Leone og í Líberíu.

Lærum af Svíum og styrkjum stöðu íslensks kjöts í samkeppni við innflutning og önnur matvæli á markaði - 3.10.2018

Elin Stenberg doktorsnemi við Institut för husdjurens miljö och hälsa við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Skara verður næstu sex vikurnar á Matís þar sem hún mun vinna með starfsfólki Matís og Háskóla Íslands að rannsóknum á áhrifum slátrunaraðferða og frystingar á gæði lambakjöts á Íslandi. 

Bitakeðjan (Blockhain) og Matarlandslagið - örugg upplýsingagjöf frá bændum til neytenda - 1.10.2018

Gærdagurinn var að mörgu leyti áhugaverður í sögu Matís en þá var síðasti bændamarkaður á Hofsósi þetta sumarið, en markaðurinn var samstarfsverkefni bænda í Skagafirði og Matís og var verkefnið stutt fjárhagslega af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Auk þess var í fyrsta skipti, eftir því sem best er vitað, örslátrað kjöt selt beint til neytenda þar sem framleiðslan og viðskiptin eru að öllu leyti gagnsæ. 

Getum við aukið gæði frosinna fiskafurða með því að bæta vinnslu og geymslu? - 1.10.2018

Miðvikudaginn 3. október næstkomandi ver Huong Thi Thu Dang doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Aukin gæði frosinna fiskafurða með því að bæta vinnslu og geymslu (e. Enhancing the quality of frozen fish products through improved processing and storage).

Síða 2 af 2

Fréttir