Fréttasafn: 2019 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Korn fyrir framtíðina - 7.11.2019

Í Landanum á RÚV var nýlega fjallað um kornrækt í Skagafirði. Upplýsingar frá Matís um möguleika kornsins til matvæla- og fóðurframleiðslu komu þar við sögu. Kornrækt á Íslandi gæti orðið mjög mikilvæg í framtíðinni ef fram fer sem horfir að loftslagsbreytingar geri kornframleiðslu erfiða á suðlægum slóðum og verðið á korni hækki. Þá mun þurfa að auka sjálfbærni með því að framleiða meira af matvælum og fóðri innanlands.

1_best_IMG_1782

Framleiðsla nýrra próteina úr örþörungum, skordýrum og einfrumungum - 6.11.2019

NextGenProteins er verkefni til 4ja ára og standa að því 21 samstarfsaðilar frá 10 Evrópulöndum, þar af fjórir þátttakendur frá Íslandi.

Pix.is-Salt-112

Saltfiskmáltíð á Selfossi varð að ferð til Barcelona - 4.11.2019

Fjölmargir Íslendingar, um allt land, nýttu tækifærið í Saltfiskvikunni, sem blásið var til fyrr í haust, og smökkuðu þessa einstöku afurða sem á sér svo marga aðdáendur víðsvegar um heim. Viðskiptavinir sem pöntuðu sér saltfiskrétt á einhverjum þeirra veitingastaða sem þátt tóku í átakinu voru sérstaklega hvattir til að birta mynd á Instagram, merkta myllumerkinu #saltfiskvika, en með því komust þeir í verðlaunapott sem dregið yrði úr.

Mataraudur-Islensk-uppskera-web

Skráning á Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki lýkur í dag - 4.11.2019

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, Askurinn 2019, fer fram í nóvember. Skráningu líkur í dag, 4. nóvember, og keppendur skila keppnisvörum til Matís 19. nóvember. Dómarastörf og fagleg úttekt á keppnisvörunum fer fram hjá Matís dagana 20.-21. nóvember. Úrslit keppninnar og verðlaunaafhending verður tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23. nóvember kl 14:00. Að keppninni standa Matís ohf í samstarfi við Matarauð Íslands. Samstarfsaðilar við verðlaunaafhendingu eru Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands.

Shutterstock_1167067372

Aukum matarvitund næstu kynslóðar - 1.11.2019

Matís tekur þátt í Evrópsku samstarfsverkefninu „WeValueFood“ sem hefur það markmið að styðja við fæðuhagkerfi Evrópu með því að fræða og efla næstu kynslóð neytenda með aukinni þekkingu, áhuga og þátttöku í matartengdum málefnum. 

Screenshot-2019-10-31-at-15.01.28

Ráðstefna um neyslubreytingar og matvælaframleiðslu - 31.10.2019

þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.00-16.00 á Hótel Sögu.

Viggó Þór Marteinsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Matvæla- og næringarfræðideild - 28.10.2019

Af því tilefni bjóðum við til viðburðar þar sem fjallað verður um feril Viggós Þórs en rannsóknir hans hafa einkum beinst að mismunandi búsvæðum örvera; hvaða örverur eru til staðar, hvaðan þær koma, hvað þær eru að gera og hvernig.

Gengið hefur verið frá ráðningu forstjóra Matís ohf. - 25.10.2019

Oddur M. Gunnarsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Matís ohf.

Málþing um örplast og lyfjaleifar í íslensku umhverfi - 25.10.2019

Plastrusl mengar höfin allt frá strandsjó til dýpstu hafdjúpa og er þessi mengun vaxandi vandamál. Á síðustu árum hefur sjónum einnig verið beint að umhverfisáhrifum lyfjanotkunar – hvernig lyfjaleifar berast út í umhverfið og dreifast, hvert magn þeirra er og áhrif.

Jonas2

Hvert stefnir sjávarútvegur á heimsvísu? – þróun og væntingar - 24.10.2019

Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá Matís, hélt fróðlegt erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja sem bar yfirskriftina Hvert stefnir sjávarútvegur á heimsvísu? – þróun og væntingar.

Síða 2 af 10

Fréttir