250 plokkarar

20.4.2018

Starfsmenn í einni af stærri byggingum Grafarholts munu ekki láta sitt (og annarra) eftir liggja á mánudaginn milli kl. 11 og 13 en þá ætla allir starfsmenn Vínlandsleiðar 12-16 að plokka í sínu nánasta umhverfi en gróflega áætlað má reikna með vel á þriðja hundrað manns þegar mest verður. Tómas hjá Bláa hernum ætlar svo að koma ruslinu á sinn stað hjá Sorpu! ;)

Með þessu vilja fyrirtækin vekja athygli á þeirri samfélagslegu ábyrgð sem á okkur öllum hvílir, einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum, að minnka rusl í umhverfinu.

Til viðbótar skora starfsmenn Matís á aðra að gera slíkt hið sama og nefnum við sérstaklega Nýsköpunarmiðstöð, Keldur og Matvælastofnun að drífa sig í plokkið!


Fréttir


Tengiliður