Áhættumatsnefnd – hafðu áhrif og segðu þína skoðun!

24.10.2018

Stórt skref hefur nú verið tekið í vinnu sem miðar að því að auka matvælaöryggi á Íslandi enn frekar en í gær duttu drög að reglugerð um áhættumatsnefnd inn á Samráðsgáttina – opið samráð stjórnvalda við almenning. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur lengi staðið til að gefa út þessa reglugerð sem mun gera opinbert vísindalegt áhættumat mögulegt á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru.

Hagaðilar, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar, eru hvattir til að taka þátt í samráðinu með því að senda inn umsögn; það má gera á Samráðsgáttinni.


Fréttir


Tengiliður