Áhugaverð heimsókn frá Kólumbíu

21.9.2016

Þessa stundina stendur yfir heimsókn sendinefndar frá Kólumbíu og er umfjöllunarefnið í dag jarðvarmi og nýting hans. Á morgun verður fjallað um íslenskan sjávarútveg í víðu samhengi.

Á þessum málstofum gefst einstakt tækifæri til að koma á og efla tengsl við lykilaðila sem tengjast virkjun jarðvarma og sjávarútvegi í stjórnkerfinu og háskólum í Kólumbíu, þar sem mikill áhugi er á auknu samstarfi við Íslendinga í þessum efnum.

Málstofurnar eru haldnar í samstarfi Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Matís

Dagskrá hópsins má sjá hér að neðan.

 Invitation-Colombia-Iceland-contact-seminar


Fréttir