• Shutterstock_1167067372

Aukum matarvitund næstu kynslóðar

1.11.2019

Matís tekur þátt í Evrópsku samstarfsverkefninu „WeValueFood“ sem hefur það markmið að styðja við fæðuhagkerfi Evrópu með því að fræða og efla næstu kynslóð neytenda með aukinni þekkingu, áhuga og þátttöku í matartengdum málefnum. 

Nú í byrjun Desember verður haldin ráðstefna á vegum „WeValueFood“ í Warsaw í Póllandi. Þar verður fjallað um hvernig hægt er að efla þátttöku, áhuga og þekkingu næstu kynslóðar í matarvitund, þar sem áhersla verður meðal annars lögð á nýjustu rannsóknir á þessu sviði, hlutverk samfélagsmiðla og bætt samskipti matvælaiðnaðar við næstu kynslóð neytenda.
Nánari upplýsingar smá sjá í meðfylgjandi auglýsingu og skráning á ráðstefnuna fer fram hér fyrir 7 nóvember 2019.

WeValueFood er hluti af og styrkt af EIT Food, stóru Evrópsku þekkingar- og nýsköpunarsamfélagi um matvæli sem ætlar að umbreyta umhverfi matvælaframleiðslu, vinnslu og neyslu með því að tengja neytendur við fyrirtæki, frumkvöðla, vísindafólk og nemendur alls staðar í Evrópu. EIT Food styður nýjar, sjálfbærar og hagkvæmar lausnir til að bæta heilsu neytenda og til að tryggja aðgang að öruggum hágæða mat sem hefur sem minnst áhrif á umhverfið.

Auglýsingin í PDF


Fréttir


Tengiliður