Bændamarkaðurinn á Sveitasælunni 18. ágúst

17.8.2018

Boðið verður upp á fjölbreytt úrval úr matarkistu Skagafjarðar svo sem kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið útiræktað grænmeti auk alls konar fisk- og kjötmetis svo eitthvað sé nefnt.   

Bændamarkaðurinn sem hefur verið í Pakkhúsinu á Hofsósi í sumar, verður á stórsamkomunni Sveitasælunni í reiðhöllinni Svaðastöðum í Skagafirði frá kl. 10–17 laugardaginn 18. ágúst.  

Verkefnið er tilraunaverkefni á vegum Matís, í samvinnu við bændur og framleiðendur í Skagafirði. Sveitasælan er landbúnaðarsýning og bændahátíð og segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís sem kom bændamarkaðinum á fót í sumar.

Dagskráin verður hin glæsilegasta og allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Þar má nefna húsdýragarð, Leikhópinn Lottu, Gunna og Felix, Hvolpasveitina, heitjárningar, smalahundasýning, kálfasýning, hrútadómar/hrútaþukl, og véla og fyrirtækjasýning, að ógleymdum Bændamarkaðnum sem vakið hefur athygli víða.           

Veitingasala verður á vegum Kiwanisklúbbsins Freyju, en allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð.

Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis!


Fréttir


Tengiliður