Fréttir

Enn öruggari upplýsingar um hollustu sjávarfangs

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nýlega ákváðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi – SFS – að styrkja Matís til að vinna verkefnið – Næringargildi sjávarafurða: merkingar og svörun –  sem er sjálfstætt framhald verkefnis um Næringargildi sjávarafurða, sem AVS styrkti á árunum 2008-2010. Verkefnið miðar að því að styrkja íslenskan sjávarútveg í alþjóðlegri samkeppni á kröfuhörðum mörkuðum einkum innan hins Evrópska Efnahagssvæðis, ekki hvað síst varðandi auknar kröfur um merkingar á næringargildi.

Gengið var frá samkomulagi 8. september s.l. um tilhögun verkefnisins, með undirritun Jens Garðars Helgasonar formanns SFS og Sveins Margeirssonar forstjóra Matís.

Með verkefninu er þegar í stað hafist handa við að búa í haginn fyrir sjávarútveg morgundagsins svo hann geti mætt þörfum viðskiptavina sinna og er það er eitt af fjölmörgum hagnýtum verkefnum sem Matís vinnur að og þjóna breiðum hagsmunum íslensks sjávarútvegs og búa í haginn fyrir hagkvæma sókn íslensks sjávarútvegs á mið og markaði framtíðarinnar. Viðtakandi niðurstaðna verkefnisins eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Umsjónarmaður verkefnisins hjá SFS er Steinar Ingi Matthíasson. Verkefnisstjóri verkefnisins hjá Matís er Ólafur Reykdal