Fréttir

Faggreinaleiðbeiningar um hangikjöt og geita- og sauðamjaltir

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Nýjar faggreinaleiðbeiningar um hangikjöt annars vegar og geita- og sauðamjaltir hins vegar eru nú aðgengilegar hér vefsíðu Matís. Um er að ræða leiðbeiningar fyrir góða starfshætti og innra eftirlit fyrir smáframleiðendur.

Óli Þór Hilmarsson, hjá Matís, tók textann saman og teikningar eru eftir Sólveigu Evu Magnúsdóttir. Fagleiðbeiningarnar fyrir Geita- og sauðamjaltir voru unnar í samvinnu við Geitfjárræktarfélag Íslands, Landssamband sauðfjárbænda, samtökin Beint frá býli og Matvælastofnun. Fagleiðbeiningarnar fyrir hangikjöt voru unnar í samvinnu við Landssamtök sauðfjárbænda, Matvælastofnun og samtökin Beint frá býli.

Leiðbeiningarnar má nálgast hér:

Hangikjöt

Geita- og sauðamjaltir