Fréttir

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar fyrir árið 2019

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 er lagt til að fjárframlög Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins til Matvælarannsókna Matís verði skorin niður um 12% frá framlagi ársins 2018.

Gangi tillagan eftir mun þjónustusamningur Matís við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið því lækka í 397,9 milljónir árið 2019. Þjónustusamningurinn nýtist meðal annars til fjármögnunar rannsókna- og þróunarverkefna til móts við styrki frá sjóðum, en samkvæmt rekstraráætlun ársins 2018 stefnir í að fjárlagaliðurinn standi undir 27% af tekjum Matís. Algengt er að sambærilegir aðilar erlendis sem stunda rannsóknir og þróun í þágu atvinnulífsins og samfélagsins njóti a.m.k. 35-50% fjármögnunar í beinum framlögum frá hinu opinbera.