Fréttir

Fræðslufundur um matvælasvindl

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þriðjudaginn 24. september stendur Matvælastofnun og Matís fyrir fræðslufundi um matvælasvindl (food fraud). Fundurinn verður haldinn í salarkynnum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13:00 og er hann opinn öllum sem áhuga hafa á umjöllunarefninu.

Fræðslufundurinn er hluti af þriggja ára norrænu verkefni, sem styrkt er af norrænu Ráðherranefndinni. Sérstaklega eru boðaðir á fundinn fulltrúar matvælaeftirlits heilbrigðieftirlitsins, starfsmenn Matvælastofnunar, starfmenn Matís, ásamt fulltrúum frá Tollstjóraembættinu og Ríkislögreglu.

Að þessu norræna verkefni um matvælasvindl taka þátt öll Norðurlöndin, að Finnlandi undanskildu. í þessu verkefni á að skilgreina sameiginleg túlkun á matvælasvindli og koma á samvinnu Norðurlanda um matvælasvindl þvert á landamæri. Fræðsla verður til þeirra eftirlitsaðila sem koma að baráttunni við matvælasvindl. Stefnt er að því að í lok verkefnisins liggi eftir lokaskýrsla sem inniheldur sameinlega norræna skilgreiningu á matvælasvindli og að sagt verði frá hvað hefur verið áorkað í hverju landi fyrir sig í verkefninu.

Eins og áður segir er fundurinn opinn öllum, en þeir sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir um að skrá sig með því að senda póst á jonas@matis.is.

Fundinum verður streymt beint á Facebook-síðu Matís.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

13:00-13:25
Brief about Eu Food fraud network and introduction of the Nordic Food fraud project 2018-2020

Herdís Maríanne Guðjónsdóttir, MAST

13:30-14:30
Implementing a Country- or Regional-Level Food Fraud Vulnerability Assessment (FFVA) and Food Fraud Prevention Strategy (FFPS).

Roy Fenoff, Phd Assistant professor of criminal Justice at the Citadel and research collaborator with the Michigan State University´s Food Fraud Initiative.

14:35-15:00
Species substitution in the seafood industry

Jónas R. Viðarsson, Matís

15:00-15:20
Coffee

15:20-15:40
The fight against food fraud in Europe – EU coordinated actions

Rúnar I. Tryggvason, MAST

15:40-16:00
Food fraud and its challenges in food supplements: Do we need more awareness in an increasing e-commerce world!

Zulema Sullca Porta, MAST