Fréttir

Framtíðin skiptir máli – lokaráðstefna NordBio

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

NordBio, verkefnaþætti formennskuárs Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni, fer nú um það bil að ljúka. Af því tilefni var blásið til ráðstefnu í Hörpu í síðustu viku undir heitinu “Minding the future”, sem hægt er útleggja á íslensku sem “Framtíðin skiptir máli”.

Mjög spennandi fyrirlestrar voru í boði á ráðstefnunni en nálgast má þá alla á Youtube. Einnig var í boði að skoða afrakstur verkefnahluta áætlunarinnar en þar voru kynnt verkefni á borð við BiophiliaErmondInnovation in the Nordic BioeconomyMarina og Woodbio. Einnig var í boði að skoða og smakka matvæli sem unnin voru í verkefninu en grænlenskir, færeyskir og íslenskir smáframleiðendur matvæla leyfðu gestum og gangandi að smakka sínar vörur.

Á formennskuári Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014 var stefnt að því að nýta þá gríðarlegu möguleika sem felast í uppbyggingu lífhagkerfis á Norðurlöndum. NordBio

áætlun var til þriggja ára og var hleypt af stokkunum sem hluti af formennskuáætlunar Íslendinga. Í NordBio sameinast fjöldi ólíkra verkefna og sviða, með bætta nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs að markmiði.

Markmið NordBio

  • Að þróa og bæta aðferðir í sjálfbærri framleiðslu og vörunýtingu með það fyrir augum að örva nýsköpun og efnahagslíf, og draga úr umhverfisálagi á Norðurlöndum.
  • Að efla þekkingu sem gagnast við stefnumótun í efnahags- og umhverfismálum með því að auka samstarf á sviðum rannsókna, þróunar og nýsköpunar.
  • ·Að efla nýsköpun í orkunýtni, matvælaöryggi og lýðheilsu, og greiða fyrir norrænni framleiðslu á mörkuðum til að mæta þeirri vaxandi matarþörf sem fylgir fólksfjölgun í heiminum.
  • Að kynna árangur verkefna á sviði fræðslu um sjálfbæra þróun.
  • Að gera rannsóknir og háskólastörf á sviðum sjálfbærrar framleiðslu og nýtingar meira aðlaðandi í augum komandi kynslóða.
  • Að leiða saman ástundun vísinda-, tækni- og menningargreina á hinum ýmsu skólastigum, innan vébanda stofnana sem og atvinnulífsins.
  • Að bjóða sameiginlegan norrænan vettvang til samvinnu og skoðanaskipta fyrir ólíka aldurshópa og sérfræðinga úr ýmsum áttum.

Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og fjöldi fólks lagði leið sína í Hörpu til að hlýða á alla fyrirlestrana og ekki síður til þess að smakka það góðgæti sem borið var fram af Norrænum smáframleiðendum.

Nánari upplýsingar má finna á www.nordbio.org.